Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 200
Myndin sýnir hvernig umhorfs var á Miklumýrum áður en þær voru ræstar og ræktaðar.
Þegar liafizt var handa um að nýta
þau verðmæti, sem fólgin eru á þessum
svæðum, var það ekki í fyrstu með rækt-
un fyrir augum. Meðan heimsstyrjöldin
1914—’18 geysaði, var að frumkvæði
stjórnarvalda hafin mjög ítarleg rannsókn
á báðum þessum flóum. Til rannsóknar-
innar var fyrst og fremst stofnað í þeim
tilgangi, að nýta þær til móvinnslu, enda
var þá eldsneytisskortur mjög tilfinnan-
legur í Danmörku. Árið 1919 var þessari
rannsókn lokið. Þegar niðurstöður hennar
lágu fyrir, 1920, var skipuð nefnd manna
til að gera tillögur um notkun mýranna.
Lagði hún einróma til, að þær yrðu rækt-
aðar, og var þegar hafizt handa um ýmsar
framkvæmdir á Miklumýrum. Að tillögum
nefndarinnar voru þar keyptir 2800 ha í
marz 1921, og var heildarframræsla hafin
það sumar. Hefur sú starfsemi verið rekin
allt til þessa dags, enda má heita, að
Miklumýrar séu nú fullræktaðar, nema 20
ha, sem ákveðið hefur verið að vernda
sem minjar. Árið 1936 keypti ríkið til við-
bótar 900 ha af Miklumýrum, og 1937
3200 ha af Litlumýrum, og var unnið sam-
hiiða á báðum svæðunum.
Hið fyrsta sem gert var á landinu var
að leggja um það höfuðvegi, sem jafn-
framt skiptu því í 4 hluta. Nauðsynlegar
byggingar yfir starfslið og vélakost voru
og þegar í öndverðu reistar. Hver þessi
hluti var svo tekinn til vinnslu út af fyrir
sig, þó allt væri það unnið í samfeldri
heild.
Báðir flóarnir liggja svo hátt yfir sjó,
(yfirleitt 4—9 m.), að vatnið næst sjálf-
rennandi úr affallsskurðunum. Var fyrst
hafizt handa um nokkra aðalskurði. Sýndi
reynslan fljótt að þarna varð að feta sig
áfram, annars féllu skurðirnir saman. Upp-
haflega voru hafðir 200 m. milli aðal-
skurða. En reynslan hefur sýnt, að á meg-
inhluta Miklumýra hefur orðið að hafa
aðeins 100 m. milli aðalskurða, svo við-
unandi framræsla fengizt. Auk þessa er
svo mestur hluti hins ræktaða svæðis ræst-
ur með lokræsum, — pípuræsum, — með
40 m. millibili. Við ræktun fyrstu 2899 ha
voru grafnir alls um 300 km. af opnum
skurðum og um 600 km. af lokræsum. Mun
190
fimmtíu ára
FREYR