Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 180
ur var gefinn allur greiði þar í Þrænda-
lögum.
I Þrándheimi skoðuðum við hina miklu
dómkirkju, — Olafskirkjuna. — Það mun
æðimargt, sem snertir strengi í brjósti Is-
lendingsins, þegar um hana er gengið.
Mundu margir gjarnan vilja gera að sín-
um orðum það, sem Jakob Thorarensen
mælti við það tækifæri:
Kirkjan mikla messar sjálf
mælskum klerki drjúgum betur.
Samræmið í línum og litum, — snilldin
— tekur hugann þeim tökum, að slíkra á-
hrifa urðum við ekki annars staðar varir
í svo ríkum mæli. Það kann að þykja kát-
legt, að hús, sem Snorri Sturluson hlýddi
tíðum í, skuli ekki enn fullsmíðað. En það
sýnir okkur hvern dýrgrip norska þjóðin
telur sig eiga, þar sem Ólafskirkjan er. Og
gæti ekki skeð að verndun hennar og rækt
sú, sem norska þjóðin leggur við það að
fága þennan þjóðargimstein, sé sömu rót-
ar og sá styrkur, sem bjargaði norsku þjóð-
inni bezt í þrengingum hennar undir her-
náminu? Hvað sem því líður er víst, að
hún á einn grip helgan í fórum sínum:
Ólafskirkjuna í Þrándheimi.
A Hlöðum sáum við kirkju, sem þar hef-
ur staðið síðan á dögum Sturlu Þórðarson-
ar, og mun mjög lík í ytri sniðum og þá.
Þá sáum við og Sverrisborg, — nokkurs
konar Borgarvirki þeirra Norðmanna. í
suðaustur hlíð þess er gagnmerkt byggða-
safn. sem helgað er Þrændalögum einum.
Á Sverrisborg sáum við og tannaför hinn-
ar nazistisku villimennsku, — hins djöful-
óða ægivalds mannhaturs og ómenningar.
En þau blöstu víðar við augum, — að
vísu oftast í annarri mynd en þar, — og
vöktu hryllingu.
Frá Skjetlein var haldið suður yfir Dofra-
fjöll, og enn ferðast með bifreið. Vakti hið
fjölbreytta landslag aðdáun og gleði, enda
höfðu margir ferðalanganna lifað allheitu
tilhugalífi til Guðbrandsdalsins, sem tók
við þegar komið var suður af Dofrafjöll-
um. Hann. — eins og fleira af norskum
byggðum, -—■ á allvíðan sess í hugarheim-
um íslendinga, þó sjálfsagt hafi ýmsar þær
myndir, sem af honum hafa verið dregnar
á íslenzkum smalaþúfum, orðið talsvert
ólíkar því, sem raun gaf nú vitni. Talið
hefur verið, að íslendingurinn sé ekki að
jafnaði ginnkeyptur fyrir náttúrufegurð.
Trauðla fer hann þó svo um Guðbrands-
dal, að fegurðarskyn hans sé ósnortið eftir.
En erfið mundu íslendingum þykja sum
170
fimmtíu ára
PREYR