Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 65
burðarins, sem allt til þessa hefur allur
verið fluttur inn frá útlöndum.
Nautpeningi hafði, sem getið hefur ver-
ið. fjölgað á tímabilinu úr 25,7 þús. í 44,5
þús. Um áburðaraukningu frá hrossum og
sauðfé vegna fjölgunar þeirra, er ekki að
ræða svo nokkru nemi. Sé gjört ráð fyrir,
að bætt áburðarhirðing og aukning sauða-
taðs til áburðar — af ástæðum, sem fyrr
eru greindar — fylli það skarð, sem á
vantar, til þess að magn húsdýraáburðar-
ins hafi tvöfaldast, þá ætti túnastærðin
einnig að hafa tvöfaldast, úr 17,2 þús.
hekturum í 34,4 þús. hektara. Stækkun
ræktarlandsins fyrir notkun tilbúins áburð-
ar ætti þá, samkvæmt framansögðu, að
vera mismunurinn á 34,4 þús. ha. og 45,4
þús. ha. og nema 11 þús. hekturum, en
það er sem næst fjórðungur túnanna. Auk
þess er svo mikill hluti garðávaxta ræktað-
ur með tilbúnum áburði.
Bezti mælikvarðinn á notkun áburðar er,
að sérgreina magn hreinna áburðarefna, en
á þann hátt verður réttastur samanburður
fenginn milli ára, þó að notaðar séu ýmsar
tegundir með mismikið magn eiginlegra
jurtanæringarefna. Eftirgreindar tölur,
fengnar frá Áburðarsölu rikisins, gefa yfir-
lit yfir þetta síðasta aldarfjórðung. Þær
sýna, að á þessu tímabili hefur notkun N
því nær 14 faldast; notkun P um það bil
16 faldast, en kalínotkunin rúmlega 13
faldast.
Stórstígastar eru breytingarnar síðasta
áratuginn og þó einkum síðan 1952, og er
það sjálfsagt samhliða stóraukinni nýrækt
í landinu, en það sýna eftirfarandi tölur:
Ár: N. kg.: P.kg.: K. kg.:
1929 292.395 119.919 114.080
1930 471.695 214.385 243.548
1931 530.901 252.061 319.159
1932 386.279 143.623 163.593
1933 347.296 127.116 137.534
1934 368.164 128.629 157.575
1935 327.879 124.271 140.171
1936 433.207 171.115 214.043
1937 499.474 194.618 232.852
1938 581.544 224.215 271.308
1939 650.096 262.846 312.578
1940 366.073 90.190 155.640
1941 620.268 147.641 84.327
1942 689.082 203.230 143.037
1943 848.199 281.141 111.495
1944 897.469 334.123 104.734
1945 1.205.950 420.782 157.003
1946 1.620.687 377.210 241.759
1947 1.626.052 587.666 323.279
1948 1.565.860 525.723 243.421
1949 2.335.942 989.168 774.326
1950 2.365.426 948.055 885.165
1951 2.483.156 1.042.648 966.602
1952 2.406.000 935.000 993.000
1953 3.591.515 1.708.018 1.397.910
1954 4.229.556 1.930.017 1.517.852
Nú, þegar farið er að framleiða innan-
lands dýrustu og mest notuðu tegund til-
búins áburðar, má búast við notkun hans,
og hinna tegundanna að hlutföllum, í vax-
andi mæli, og það því fremur sem meiri
kröfur verður að gjöra til framtíðar en
fortíðar um ræktun landsins.
(Aðalheimildir: Freyr, Búnaðarskýrslur, Verzlunar-
skýi slur).
FREYR
fimmtíu ára
55