Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 249
Frúin og Carl Jörgensen 1953.
jafnframt sínu eigin. Kemur það heim við
reynsluna héðan að lieiman, að maðurinn
er glöggur, fljótur að taka ákvarðanir, og
um fram allt, kröfuharður við sjálfan sig
og starfslið sitt um vöruvöndun og alla
umgengni. Við göngum heim að íbúðar-
húsinu. Þar blaktir íslenzki fáninn við hún.
Frúin heilsar okkur og býður góðgerðir.
Á borðum er skyr og rjómi, eins gott
og það getur verið. Hér eru borin jarðar-
ber með skyrinu. Hvetja þau hjón okkur
til að setja þau út í skyrið. Reynist það
prýðilega, en er alger nýjung fyrir okkur.
Við borðum okkur sadda af skyri og hæl-
um því á hvert reipi. Var það ekkert
skrum. Nú beindist athyglin að bílstjór-
anurn okkar. Hann sat eins og dæmdur
yfir fullum skyrdiski, og var að bragða á,
með nokkurri tortryggni þó. Fórum við að
hvetja hann til að eta. Gerði hann það að
lokum, og lét þá vel yfir.
Þau hjón eiga þarna fallegt heimili og
marga hluti frá íslandi. Jörgensen kom
með pontu og bauð mönnum í nefið, en
þeim þótti tóbakið gamalt. Sátum við um
stund og röbbuðum; Jörgensen þakkaði
gamalt samstarf, og lét vel yfir afkom-
unni nú. Hann á orðið all merkilega sögu.
Fór sem ungur maður til íslands, sem
mjólkurbússtjóri, á nýstofnað og fátækt
mjólkurbú, ókunnugur og mállaus, starfaði
þar byrjunarárin, við mikla örðugleika,
sem flestri nýbreytni fylgja, og skilur við
það sem sterkt fyrirtæki. Hefur hann síð-
an í sínu heimalandi framleiðslu á skyri,
óþekktri vöru, sem vafalaust tekur lang-
an tíma að kynna, í þessu gamalgróna
mjólkuriðnaðarlandi. En Jörgensen heldur
starfi sínu áfram ótrauður, með sinni miklu
atorku. Við þökkum nú fyrir okkur, kveðj-
um þessa vini okkar, og óskum þeim allra
heilla.
Þau hjónin biðja fyrir kveðjur til Is-
lands en við ökum áfram til nýrra ævin-
týra.
FREYR
fimmtíu ára
239