Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 205
um beitt á það, sem kýrnar skildu eftir.
Þess er að gæta, að mikill hluti lands þess,
er þessi bændur hafa, er akurlendi. Korn
kartöflur og rófur eru aðalgreinar þeirrar
ræktunar. Bændur hafa tíð sáðskipti, oft
á þriggja ára fresti. Það, sem er beitiland
í ár, er máske akur að ári. Það verður
mjög skiljanlegt þegar þetta búskaparlag
er athugað, þ. e. að fá sem flestar fóður-
einingar af sem minnstum bletti, — að
bændur leggi mikið upp úr góðu kynferði
gripa sinna, því jafnan eru það þeir, sem
þarna eru milliliðir milli manns og mold-
ar, og því auðvitað á þann hátt, að hver
einstaklingur verði sem arðgæfastur, en að
því að svo geti orðið, er stefnt með kyn-
bótum búpeningsins, markvissu úrvali.
Þegar horfið er frá hinum ræktuðu beiti-
löndum, mætir nokkuð annað viðhorf og
að vonum misjafnara útlit skepna þeirra,
sem á beitilandinu ganga. I Noregi er það
svo sums staðar enn, að fénaður er hafður
í seli til fjalla á sumrum, svo sem fyrr var
títt. Þó er hitt meiri siður, að hjarðir sauð-
fjár séu reknar til fjalla á sumrum og
þeirra gætt; fylgir þeim maður eða menn.
I Þrændalögum, er við fórum um, er þetta
gert og mun svo víðar. Sjá mátti það bæði
í Svíþjóð og Noregi, þar sem hin rýrari
beitilönd voru, þar var og rýrari fénað
að sjá. Að vísu má segja, að um þetta sé
erfitt að dæma af manni, sem aðeins fer
um sem ferðamaður, en þó er það svo, að
sá, sem yfir fleiri héruð eða landshluta fer
á skömmum tíma, hefur nokkur skilyrði
til að mynda sér skoðun um þetta, að því
ógleymdu að sagt er, að glöggt sé gests
augað. Svo sem ég drap á fyrr, senda Norð-
menn fénað sinn til fjalla á sumrum, og
láta hjarðmenn gæta hans þar. Hinar fornu
selfarir eru þar enn í hávegum hafðar víða,
þó eitthvað kunni að hafa úr þeim dregið
Svona beit þyrftu okkar kýr að hafa.
á seinni árum. Ber sjálfsagt margt til þess,
eflaust eigi síst það, að fólkshald þarf víst
allmikið til þess, Sjálfsagt var það ekki
sízt geitfé, sein haft var í seli, og mun það
nú cigi margt vera móti því sem áður var.
Þar sem seljafarir eru ræktar, eru kýr
hafðar í seljum yfir sumarið. En þetta
hvort tveggja, að hafa í seli, og reka sauð-
fé til fjalla á sumrum var þekkt hjá okk-
ur Islendingum, þótt selfarir hér séu nú
aflagðar með öllu. En þann sið, að reka
sauðfé til fjalla, höfðum við og höfum enn,
þó eigi sé hjarðmaður látinn fylgja. Svo
sem hjá okkur, eru vilt hreindýr á fjöll-
um, bæði í Noregi og í Svíþjóð, og nýtist
þannig haglendi það, sem þar er að hafa.
Af því, sem hér hefur sagt verið um beiti-
lönd á Norðurlöndum, má sjá, að þar er
um eigi lítinn mismun að ræða, jafnvel í
sama landi má finna hið allra bezta, og
svo hið lélegasta beitiland. Ef maður gerir
samanburð á beitilöndum hér og á Norð-
urlöndum, þá sýnist um talsverðan mis-
mun að ræða. Þótt vetur virðist þar oft
kaldari — sums staðar meira frost og
snjór, er veðrátta í rauninni mildari. Meg-
FBEYR
fimmtíu ára
195