Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 235
HJÖRTUR JÓNSSON:
Vélar og verktækni
Hér verður lítið eitt rætt um vélar og
þau verkfæri, sem fyrir augu báru eins af
þátttakendum bændafararinnar um Norð-
urlönd vorið 1953. Hvort það, sem hér
verður sagt, gefur rétta heildarmynd af
vélum og verktækni þessara landa, skal
ekki fullyrt, enda mundi slíkt erfitt af svo
litlum kynnum.
Þar sem búnaðarhættir þessara landa eru
all frábrugðnir því, sem við eigum að venj-
ast, liggur í hlutarins eðli, að vélar og
verktækni þeirra er með nokkuð öðrum
hætti. Landið er þar víða þrautræktað,
eins og t. d. Danmörk og suðurhluti Sví-
þjóðar, enda eru tæki til landbrots ekki
áberandi, og með talsvert öðrum svip en
við eigum að venjast. Grasrækt er þar
víðast aðeins lítill liður í sáðskiptum, en
korn og garðrækt rekin víða með miklum
myndarbrag, enda vélar og vönduð tæki
víða til allra verka.
Þar sem ræktunarbúskapur hefur verið
rekinn um áratugi, hafa vélar hans og
tæki tekið miklum framförum um gerð,
stærð og afköst. Hafa þá tækin miðast við
þá orku, sem tiltækileg var á hverjum
tíma. Fyrir 1—2 áratugum var hesturinn
aðalorkugjafinn, og gerð vinnutækja snið-
in eftir því. —
Dráttarvélin er nú sem óðast að leysa
hestinn af hólmi. Stærri býli hafa 1—2
dráttarvélar; flestar voru 6 á þeim býlum,
sem við heimsóttum. Var það á stórbýl-
inu Arlövsgárden á Skáni, enda var bú-
rekstur þar mjög vélrænn, og verður þess
að nokkru getið síðar.
Dráttarvélar stærri býla virðast vera
stærri, þungbyggðari og aflmeiri en við
eigum að venjast. I Danmörk bar einna
mest á enskum gerðum, sem hér eru lítið
þekktar. Munu nokkrar þeirra hafa verið
dieselvélar. — Samfara komu dráttarvél-
anna, hafa tæki við þeirra hæfi verið tekin
í þjónustu landbúnaðarins, sem hafa auk-
ið afköstin mjög. Jafnframt hafa hestverk-
færin verið lögð til hliðar, og eru nú geymd
sem forngripir margra stærri býla. —
Smærri bú nota enn hesta og hestaverk-
færi, en smábændurna dreymir um að eign-
ast vélar við sitt hæfi, með viðeigandi
tækjum. En þar sem landstærð er tak-
mörkuð og hver tó fullræktuð, og útþensla
búanna því ekki möguleg, hafa stórvirkar
vélar svo lítil verkefni, að þær verða smá-
225
F R F. Y R
fimmtíu ára