Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 240
SIGSTEINN PÁLSSON:
VIÐ OG ÞEIR
Það er ofur eðlilegt, að gestum sé fyrst
og frcmst sýnt það, sem í einhverju er í
frcmri röð eða til fyrirmyndar. Við, ís-
lenzku bændurnir, sem fórum um Norður-
lönd vorið 1953, gerðum líka ráð fyrir að
svo væri, rétt eins og hjá okkur við líkar
kringumstæður.
Þótt tíminn væri naumur, þóttumst við
þó fá nokkra yfirsýn yfir líðan fólksins og
lifnaðarháttu þar, sem við komum, og
þeirri spurningu skaut eðlilega upp í hug-
um okkar, og var enda oft rædd innan
hópsins, hvort við vildum skipta kjörum
við stéttarbræður okkar í þessum löndum.
Má ég óhætt segja, að svarið við þeirri
spurningu var oftast nei. Þrátt fyrir það
að við sáum og viðurkenndum, að á flest-
um sviðum standa þeir okkur framar að
sannri búmenningu.
4>
skoða vel gerðar teikningar en sjálfan
raunveruleika lífsins. En bændunum þarna
er þröngur stakkur skorinn hvað snertir
landrýmið, og þann stakk ættum við ís-
lenzkir bændur erfitt með að bera.
Þrátt fyrir það, þótt landið sé svona
þrautræktað og veðurfarið milt, þurfa
bændurnir að vinna hörðum höndum til
þess að standast lífsbaráttuna. Teljum við,
íslenzku bændurnir, að við þurfum oft á
því að halda að taka vel til verks á löng-
um vinnudegi. A eitt bændabýli komum
við þar sem var íslenzkur vinnumaður;
var hann þrautspurður um allt er laut að
búskapnum. Sagði hann okkur t. d. að
farið væri til verka kl. 5 að morgni og
unnið til kl. 8 að kveldi, með matar- og
kaffihléi. Og svo fæðið? Jú, það var sæmi-
legt. Þetta virtist okkur nú ekki svo glæsi-
legt, en pilturinn var ánægður, sagðist sjá
margt nýtt og læra mikið, og þá væri til-
ganginum náð, sér virtist þetta vera svona
alls staðar í nágrenninu, og keppnin væri
mikil innbyrðis meðal bændanna, þeir
gerðu þó mikið að því að hittast á kvöldin
og bera saman bækurnar. Væri þá rætt um
jarðveg, fræ, áburð, kýr, svín, hænsni o.
s. frv. A þessu býli snæddum við ágætan
kvöldverð og nutum hinnar mestu gest-
risni.
Það er dásamlegt að sjá hve dönsku
bændurnir kunna störf sín vel; okkur þótti
undravert að aka dögum saman um þraut-
ræktað land þar, sem skiptast á akrar, tún,
garðlönd og skógarbelti. Kartöflurnar voru
víða komnar upp og kálinu plantað út, og
þetta stóð í svo beinum röðum og hvert
horn notað, að líkara var að verið væri að
230
fimmtíu ára
FREYB