Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 30
MRNR-ÐfiRBLfl-Ð UM LRNDBÚNRÐ
I'ctta var einkennisbúningurinn árin 1939_1945.
samið við Metúsalem um að annast útgáfu
tveggja næstu tölublaða. Þakkar hann
Metúsalem starf hans við blaðið, sem og
margháttuð störf fyrir Búnaðarfélagið um
nærfellt 20 ára skeið.
Metúsalem sá um útgáfu 7.—í). tölublaðs.
Var starfi hans við Frey þar með lokið.
Hinn nýi ritstjóri var þá enn ekki kominn
til að taka við ritstjórninni og sá félagið
því um útgáfu 10. tölublaðs. Með 11. tölu-
blaði hefst ritstjórn Árna G. Eylands.
Á titilblaði árgangsins er Metúsalem
Stefánsson talinn ritstjóri 1.—10. tölublaðs,
en Árni G. Eylands 11. og 12. tölublaðs.
Freyr hélt kápubúnaði sínum með Freys-
myndinni, þeirri, er útgáfa Búnaðarfélags-
ins hófst með, ekki lengur en til ársloka
1939. Með nýju ári og nýjum ritstjóra kom
blaðið í nýrri kápu og nafn þess með nýrri
leturgerð. Ritstjórn Árna G. Eylands hélzt
til ársloka 1945.
Með 41. árgangi (1946) verða enn þátta-
skil um útgáfu Freys — þau síðustu, sem
frá er að segja. Búnaðarfélag Islands og
Stéttarsamband bænda sameinast um út-
gáfuna og jafnframt var hún aukin — tvö
hefti skyldu koma út á mánuði. Þriggja
manna ritnefnd skyldi ráða um útgáfuna,
valin af báðum útgefendum. Ritstjóri var
ráðinn Gísli Kristjánsson, búfræðikandí-
20
dat. Breytt var um kápubúnað og letur á
nafni blaðsins og kápan myndskreytt. —
Náin grein fyrir þessum þáttaskilum cr
g'jörð í fyrsta tölublaði 41. árgangs.
Þessi skipan á útgáfu Freys hefur hald-
izt síðan.
FREYR hefur allan sinn aldur verið ná-
kominn Búnaðarfélagi Islands. Um þriggja
áratuga bil var margt af ráðunautum þess
og starfsliði riðið við útgáfu hans og mál-
færslu. Flestir ráðunautar þess hafa ritað í
hann, meira og minna, um sinn starfsþátt
og áhugamál. — Síðustu 20 árin hefur Bún-
aðarfélagið sjálft verið útgefandi og með-
útgefandi, og ráðið ritsjórana. Allan tím-
ann, þangað til félagið tók að sér útgáf-
una, mun það hafa veitt útgefendunum
einhvern fjárstyrk. Það, sem einna helzt
kynni mega telja til, að betur hefði mátt
vera um útgáfuna er það, að útbreiðslan
skyldi ekki vera svo mikil, sem nægði til
þess að fjármálum hennar væri vel borgið
án fjárstyrks.
Aðalumræðuefni Freys voru að jafnaði
fyrst og fremst málefni bænda og landbún-
aðarins, eins og þau lágu fyrir á hverjum
tíma, til hvatningar og Ieiðbeiningar. Auk
þess flutti hann fréttir margvíslegar og
fimmtíu ára
F R E Y R