Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 22
Þórir Guð-
mundsson
kennari var
í ritstjórninni
1923—24.
verður samkeppni milli atvinnuveganna
liér á landi enn harðari, en hún hefur verið
til þessa. Dýrtíðin heldur áfram, og hú-
ast má við því, að timarnir, serri í hönd
fara, verði að ýmsu leyti enn örðugri en
stríðstíminn var, sem liðinn er.
Fyrir þvi teljum við, að bœndastéttinni
sé lífsnauðsyn að geta notið aðstoðar blaðs,
er talar liennar máli og styður viðleitni
hennar til þess að komast klakklaust á-
fram og taka framförum. Þetta vill
„F r ey r“ reyna af fremsta megni. Hann
vill með ritgerðum sínum og bendingum,
svo sem hann hefur gert að undanförnu,
styðja landbúnaðinn og bœndastéttina með
ráðum og dáð.
En til þess að honum verði þetta auðið,
eða að hann geti veitt bœndum öfluga
stoð i samkeppnisbaráttunni, og verið
þeirra málssvari í hvívetna, útheimtist að
hann s é keyptur , l e s inn o g
b o r g a ð ur.
„ F r e y r“ hefur, frá því hann hóf
göngu sina, rœtt almenn búnaðarmál. Og
margar ritgerðir í honum eru þess eðlis,
að þœr hafa gildi ekki einasta fyrir líð-
andi stund, heldur fyrir ókomna tímann.
12
Þessar ritgerðir mega því eigi glatast,
enda geta þœr geymst öllum almenningi
betur í „F r e y “ en t. d. dagblöðunum,
sem vanalega er glatað jafnskjótt og litið
hefur verið yfir þau. Það er hœgra að
halda honum saman en blöðunum, og
binda hann í bók, enda gjöra flestir kaup-
endur hans það.
Með ritgerðum sínum hefur „F r e y r“
þannig stutt að aukinni þekkingu bœnda
í sínum atvinnurekstri, og hvatt þá til
framtakssemi í búnaði. — Hann frœðir
lesendur sína um ýmsar nýjungar i bún-
aði, hér á landi og erlendis, og er svo að
segja eina blaðið, er flytur erlendar bún-
aðarfréttir. Og þessu mun hann
halda áfram, og auka það frá því sem nú
er. Með þessu hyggst hann að auka víð-
sýni manna og búfrœðiþroska, og það mun
honum takast smátt og smátt, ef honum
endist aldur.
,,Freyr“ hefur yfir höfuð frá upphafi vega
sinna, látið sér annt um framfarir landbún-
aðarins og bœndastéttarinnar. Og hann hef-
ur jafnan rœtt málin án tillits til pólitískr-
ar flokkaskipunar í landinu, og haft ein-
göngu hag lands og landbúnaðarins fyrir
augum í sínum ritgerðum og tillögum. —
Allt þetta er, að áliti útgefendanna, nœgar
ástœður til þess að reynt sé að halda blað-
inu áfram.
Það rœður einnig miklu í þessu efni, að
við höfum orðið þess oft varir, að fjölda-
mörgum lesenda „Freys“ er vel við hann,
og telja hann gott blað og nauðsynlegt. Þeir
segja, að blaðið sé gagnlegt, frœðandi, vekj-
andi og menntandi. Og ýmsir góðir menn
liafa sagt, að það blað œttu allir bœndur að
kaupa.
Við gerum því ráð fyrir að þeir séu fleiri
cn hinir, sem óska að „Freyr“ haldi áfram
fimmtíu ára
FREYR