Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 218
Kýrnar á Momtofte eru
heilbrigðar og hraustar,
enda eru gerðar kröfur til
þess þar, sem barnamjólk
er framleidd.
Þarna, eins og annars staðar í Dan-
mörk, þarf sérstakt leyfi til að framleiða
barnamjólk, og hlíta verður settum reglum
um fyrirkomulag í fjósi og mjólkurhúsi,
svo og hirðingu, umgengni og heilbrigðis-
eftirlit, til þess að fá leyfi þetta og halda
því.
í fyrsta lagi rnega ekki vera kúaberklar
í áhöfninni. Þetta er nú sjálfsagt, enda eru
Danir vel á vegi með að útrýma þessum
meinlega kvilla með öllu í landinu.
Almennir smitandi kúakvillar mega held-
ur ekki vera í fjósi, og er júgurbólga á
meðal þeirra, sem vel er verið á verði um.
Almennt heilbrigðiseftirlit og hreinlætis-
athugun er framkvæmt reglulega, og er
dýralækni héraðsins falin framkvæmd með
því, á vegurn heilbrigðiseftirlitsins. Er svo
ráð fyrir gert að hann korni vikulega, en
annars hagar hann sjálfur ferðum sínum
og kemur óboðinn, þegar honum sýnist, en
það er talin viðeigandi aðferð vegna hrein-
lætiseftirlits.
í mjólkurhúsi verður fyrirkomulagið að
hlíta vissum fyrirn.ælum, og kæliútbúnað-
ur skal vera þar, svo að mjólkin verði kæld
strax eftir mjaltir.
Þá er og reglulegt eftirlit með heilbrigði
fólks þess, sem annast fjósverk og meðferð
mjólkurinnar.
Allt þetta kostar auðvitað peninga, en
barnamjólkurframleiðandinn fær líka tals-
vert meira fyrir mjólkina en hinn, sem
selur venjulega neyzlumjólk. Það er líka
nauðsynlegt, því að auk þess, sem þegar
er getið, verður hann að áfylla flöskurnar,
loka þeim og taka við óhreinu flöskunum
aftur og þvo þær, samkvæmt fyrirmælum
heilbrigðisnefndar staðarins.
Allt þetta gerir það að verkum, að út-
söluverð barnamjólkur verður 20—30%
hærra, en venjulegrar mjólkur, en hve mik-
ið framleiðandinn ber úr býtum fer auð-
vitað eftir því, hve mikla og dýra vinnu
hann þarf að kaupa og svo hve lánsamir
barnamjólkurframleiðendur eru í því efni,
að kúakvillar sneiði hjá þeim. Sumir þeirra
eru svo varasamir, að þeir kaupa aðeins
ungviði á vissum stöðum, sem öryggi er
fyrir hreysti gripa. Aðrir ala upp sjálfir, þó
að dýrt sé að gefa kálfum þá undanrennu,
sem annars gæti selzt sem barnamjólk. En
hvað sem því líður, þá er hér framleidd af-
bragðs vara, allt stuðlar að því að svo sé.
208
fimmtíu ára
FREYR