Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 58
Framan af var köfnunarefnisáburður
aðallega notaður.
Ilingað til lands t<»k hann að flytjast um
aldamótin eða litlu fyrr, en þó aðeins lítils-
háttar í fyrstu og í tilrauna skyni.
I fréttagrein í fyrsta árgangi Freys, árið
1904. er hinn tilbúni áburður stuttlega
kynntur fyrir bændum. Er þar svo sagt,
að reynslan verði að skera úr því, hversu
mikil arðsvon geti orðið hér á landi að
Jiotkun hans, og þó jafnframt gert ráð
fyrir, að hún geti orðið mikil, sé rétt með
farið. Segir þar einnig, að hann hafi flutzt
hingað til landsins fyrir fáum árum, og þó
lítils háttar og í tilrauna skyni. Tilraunir
séu gjörðar með hann i gróðrarstöðvunum
á Akureyri og Reykjavík og einnig hjá
bændum, að tilstuðlan Búnaðarfélags Ts-
lands.
I þi'iðja árgangi Freys (1906) ritar einn
af útgefendunum, Einar Helgason, ítarlega
grein um allar tegundir tilbúins áburðar
og lýsir notagildi þeirra. Telur liann að þá
fvrst geti komið verulegt skrið á jarði’ækt-
ina, þegar farið verði að nota tilbúinn á-
burð almennt.
Eftir þetta var ritað meira og rninna um
tilbúinn ábui’ð í flesta árganga Freys, til
upplýsinga og leiðbeininga.
Samtímis því, sem farið var að kaupa
tilbúinn áburð til landsins, fóru seljendur
hans erlendis að auglýsa hann og afla sér
umboðsmanna hérlendis.
Arið 1906 auglýsti Dansk Gödnings-
hompagni í Kaupmannahöfn allar tegundir
tilbúins áburðar í Frey. Af köfnunarefnis-
áburði auglýsti félagið bæði Ammoniak- og
Chili-saltpétur, af fosforsýruáburði bæði
superfosfat og Thomasfosfat, og af kalí
áburði kalí og kainit. Umboðsmenn hafði
félagið þá fengið sér á flestum verzlunar-
stöðum á Austurlandi, á Akureyri, Sauð-
árkróki, í Reykjavík og á Stokkseyri. Auk
þess höfðu skólastjórarnir við búnaðar-
skólana á Eiðum og í Olafsdal söluumboð.
í verzlunarskýrslum er tilbúins áburðar
ekki getið fyrr en árið 1905. Nemur inn-
flutningurinn þá aðeins 1698 krónum. —
Magns og tegunda er ekki getið. Til þessa
tíma mun það litla magn, sem inn var
flutt hafa verið talið með „ýmsum vör-
um.“
Innflutningurinn árið 1905 skiptist milli
þessara staða:
Til Reykjavíkur
- Skagafjarðar
- S.-Múlasýslu
- Seyðisfjarðar
fvrir kr. 775.00
—- — 650.00
— — 203.00
— — 70.00
Af skiptingunni milli innflutningsstað-
anna virðist sem notkun tilbúins áburðar
hafi í fyrstu útbreiðst mest um Skagafjarð-
arhérað. Mun búnaðarskólinn á Hólum
hafa átt drjúgan þátt í innflutningnum
þangað. Athygli vekur það einnig, að eng-
inn innflutningur er talinn þetta ár til
Akureyrar, þar sem gjörðar voru þó til-
raunir með tilbúinn áburð í Gróðrarstöð-
inni þar.
48
f i m m t í n á r a
F R E Y R