Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 124
Þverskurður af dilkaföllum við aftasta rif. Til vinstri
illa gert fall, of vöðvarýrt, magurt og upphrvggjað.
Til hægri framúrskarandi vel gert fall með breiðu
baki, þykkum bakvöðva og nægilega feitt.
fjárins á fæti, og þótt ensku fjárkaupmenn-
irnir væru sí og æ að þukla á bökuni sauð-
anna og heimta meiri bakhold, munu flest-
ir bændur einkum hafa hugsað um að hafa
til sölu stóra, vambmikla og mörvaða sauði.
Þeir gáfu bezta raun fyrir seljandann. Ár-
angur kynbótaviðleitni í þessa átt varð víða
mikill. Féð varð stærra og þyngra á fæti en
áður hafði þekkst, án þess að vaxtarlag
og holdafar batnaði, miðað við síðari tíma.
Sauðasalan er talin ná hámarki 1896, þá
fiuttir út yfir 60.000 sauðir.
Upp úr aldamótum dvínaði sauðasalan, en
saltkjötssalan fór vaxandi. Á fyrsta tug 20.
aldarinnar komu rjómabúin til sögunnar og
urðu um 1910 yfir 30 að tölu. Talið er að
það hafi einkum verið „sauðarjómi“, sem
til þeirra var fluttur, því þá var ám enn
fært frá, víðast hvar um land allt. Hefur
þá enn verið lagt mikið upp úr mjólkurlagni
ánna. Utflutningur smjörs var mikill frá
rjómabúum, náði hámarki 1912, 193.900
kg. En í byrjun stríðsins 1914—1918 hverfa
þau úr sögunni. Þá voru fráfærur að mestu
lagðar niður og upp frá því voru ær látnar
ganga með dilk. Fyrstu sláturhúsin voru
byggð 1907 og fjölgaði ört úr því. Það var
raunar ekki fyrr en með þeim og um það
leyti, sem fráfærur lögðust niður, að farið
var að leggja aðaláherzluna á sjálfa kjot-
framleiðsluna. Fyrst eftir að dilkakjötið
kom til sögunnar beindist úrval og kyn-
bætur að því að fá væna og fljótvaxna
dilka. En það var fyrst með útflutningi
freðkjöts til Englands, sem hófst á þriðja
tug aldarinnar, að jafnframt vænleik dilk-
anna bar sérstaka nauðsyn til að auka
kjötgæðin, fá betra samræmi í byggingu og
lögun skrokkanna, jafnari og meiri bak-
hold, styttri og þykkari læri, o.s.frv., vegna
gæðamats þess, sem markaðurinn krafðist.
Ráðunautar í sauðfjárrækt höfðu að vísu,
allt frá aldamótum, lagt áherzlu á nauð-
syn þess að bæta vaxtarlag og holdafar
fjárins, án þess að bændur almennt tækju
það verulega til greina. En nokkrum af-
burða fjárræktarmönnum hafði þó, á þeim
tíma, tekist að rækta fjárstofna, sem full-
nægðu allyel hinum nýju markaðskröfum.
Má þar nefna Helluvaðsfé, Gottorpsfé, Ey-
hildarholtsfé, Holtsfé í Þistilfirði, Möðru-
dalsfé, Olafsdalsfé, Fjarðarhornsfé, Ósfé í
Strandasýslu o. fl. stofna. (Sjá rit-
gerðir í Búnaðarriti eftir núverandi og
fyrrverandi sauðfjárræktarráðunauta). —
Með freðkjötsmarkaðinum vaknaði al-
mennt áhugi bænda fyrir kynbótum
fjárins, með tilliti til meiri kjötgæða. En
það var við erfiðleika að etja, því fram að
þeim tíma beindust kynbæturnar að ýms-
um öðrum umbótum eftir því, sem þörfin
helzt krafði á hverjum tíma, eins og bent
hefur verið á hér að framan. Kornu þá að
miklum notum þeir vel ræktuðu fjárstofn-
ar, sem til voru í landinu og áður er getið.
Náðu þeir víða mikilli útbreiðslu. Samt
fannst mörgum kynbætur með úrvali og
útbreiðslu bezt ræktuðu fjárstofnanna of
seinvirk aðferð. Leiddi það til þcss að áróð-
ur fyrir innflutningi holdafjár til einblend-
ingsræktar fékk hljómgrunn, og var skozka
114
fimmtíu ára
FREYR