Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 202
Gulrætur og aðrir rótarávextir eru ræktaðir á stórum svæðum.
sem höfðu 20 ha. hvert og átta sem höfðu
40 ha. I fyrstu var eingöngu stunduð gras-
rækt á öllum þessum geysi víðernum, en
á síðari árum hefur verið tekið að stunda
þar fleiri teg. ræktunar, einkum korn, róf-
ur og kartöflur, og hafa kartöflurnar gef-
ist bezt.
A seinni árum er og tekið að leigja ýms
þau lönd, sem upphaflega voru notuð á
þeirri uppeldisstöð, er áður getur. Fer þeim
býlum, sem í því landi hafa verið reist, nú
mjög fjölgandi.
Til þessa hefur ríkið ekki sleppt úr sinni
umsjá vegna þeirra auðæfa, mólagsins, sem
tekið á þennan hátt. Liggja til þess tvær
ástæður: í fyrsta lagi vill það hafa hönd
í bagga um rekstur þess, og eftirlit með
ófyrirsjáanlegum örðugleikum um viðhald
ræktunar og framræslu. I öðru lagi hefur
það talið sér skylt, að halda því i sinni
umsjá vegna þeirra auðæfa, mólagsins, sem
þarna er fólgið í jörðunni, undir þeim
gróðurfeldi, sem nú blasir við augum. —
Hefur það þegar selt til móvinnslu 593 ha.
af Miklumýrum og 930 ha. af Litlumýr-
um. Mun þar unnið að móvinnslu, undir
cftirliti og atliugun fróðr-a manna. Að öðru
er þessi auður vel geymdur undir gróður-
feldinum.
Frá hagfræðilegu sjónarmiði séð, mun
víst, að geysimikið fjármagn hefur farið
í að rækta þessa flóa. Það hlýtur alltaf að
kosta offjár, að inna slíkt landnám af
höndum. En það mun trauðla hvarfla að
hug nokkurs manns, sem hefur séð eitt-
hvað af þessum svæðum í sinni uppruna-
legu mynd, og rennir nú augum yfir þess-
ar víðu og fögru ræktarlendur, að niður-
stöðurnar séu ekki fyllilega jafngildar að
verðmæti, því fjármagni og þeirri fyrir
höfn, sem til þessa hefur verið varið.
Allt hið geysimikla starf, sem þama hef-
ur verið unnið, hefur samfélagið innt af
höndum, og lagt því til lærdóm og for-
sagnir. Þarna er um landnám að ræða, sem
tvímælalítið mun meðal þess ágætasta
sinnar tegundar, sem til er á Norðurlönd-
um, og eitt hið merkasta, sem fyrir augu
okkar bar. Þarna blasa við augum þús-
undir ha. af ræktuðum lendum, sem fyrir
þrem tugum ára voru foraðsflóar, sem fám
voru færir, og þó færri nýtir til nokkurra
192
fimmtíu ára
FRF.YR