Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 169
Ingeman Agvald, ráðunaut-
ur í Thisted, var meðal
þeirra,sem undirbjuggu för-
ina um Danmörk, og leið-
sögumaður norðan Lima-
fjarðar.
Á tilsettum tíma mættum við á skipsfjöl.
Leysti Gullfoss þá festar sínar og lagði á
Norðursjóinn lognsléttan og glampandi, þó
að lágskýjað væri.
Kl. 7!/> að kvöldi hinn 23. maí kvöddum
við Gullfoss og stigum á ferju eina, sem
okkur fannst lítil. Kom hún í veg fyrir
hann og flutti okkur til Frederikshavn. Var
þá „Danagrund með grænan baðm“ undir
fóturn okkar, á Dana mælikvarða „norður
á hjara veraldar“, — gróin og sviphýr, en
fjarræn íslenzku umhverfi, og — þetta
kvöld — íslenzku víðskyggni. Þar var gist
fyrstu nóttina á erlendri grund, við alúð-
legar viðtökur og risnu í bezta lagi. —
Að morgni hins 24. maí, sem var hvíta-
sunnudagur, var lagt upp kl. 9 árdegis. Var
þá komin bifreið ein mikil og með henni
lciðtogi, er förinni skyldi ráða þann dag,
V. I. Agvald, konsulent, hljóðlátur og prúð-
ur maður, fríður sýnum og smágerður. Bif-
reiðarstjórinn var honum mjög ólíkur, rösk-
ur meðalmaður á hæð, en saman rekinn og
kraftalegur, af léttasta skeiði, en glaðlynd-
ur og léttur í fasi og háttum. Ók hann okk-
ur það, sem við fórum um Danmörk og
reyndist hann hinn ágætasti í hvívetna,
hjálpfús og öruggur bifreiðarstjóri, og hinn
bezti ferðafélagi.
Frá Frederikshavn var haldið skammt
vestur ströndina, og svo beygt suður Jót-
land eftir ágætum vegi, Blöstu nú hinar
józku sveitir við augum, og komum við
brátt á hinar józku heiðar. En þær eru nú
engum heiðum líkar, samkvæmt hinu ís-
lenzka hugtaki. Þær eru nú numið land,
þrungið grózku og beygt undir snillitök
józkrar ræktunar og menningar. Ferðamað-
ur, sem fer þar um svo hratt, sem nútíma
farartæki krefjast, — og allar áætlanir eru
nú sniðnar við hraða þeirra, — á örðugt
með að gera sér grein fyrir því óhemju af-
reki, sem unnið hefur verið í ræktunarmál-
um hinna józku heiða. Hann sér sveitina
eins og hún er. Hann getur fengið að sjá
hina vernduðu reiti, sem eiga að sýna gróð-
urinn í sinni upprunalegu mynd. Liggur
þó í augurn uppi, að sú mynd er fölsk að
talsverðu leyti. Þeir blettir, sem verndaðii'
eru nú, eru alfriðaðir. Víst er, að lyngið, —
sem annars er ekki vænlegt til bjargráða,
var nýtt til hins ítrasta, til beitar og jafn-
PREYR
fimmtíu ára
159