Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 38
Strengitæki af ýmsu tagi eru notuð til uppsetningar á vír- og netagirðingum.
Flutningsmenn þessa frumvarps voru
þrír þingmenn efri deildar, Guðjón Guð-
laugsson, Guttormur Vigfússon og Jón
Jakobsson. Með þeim hafði og Hermann
Jónasson unnið að samningi þess, en hann
átti sæti í neðri deild, og var aðalforsvars-
maður þess þar.
í framsöguræðu gerir Guðjón Guðmunds-
son áætlun um málið. Miðar hann við 5
þúsund jarðir cftir jarðabókinni 1861 (í
Johnsens jarðatali eru þær taldar 5621). A-
ætlar hann 400 faðma girðingu um hvert
tún að meðaltali og girðingalengd þá alls 2
milljón faðma (500 mílur) til þess að öll tún
landsins séu fullgirt.
Þessi áætlun tekur ekki tillit til þeirra
túngirðinga, sem komnar voru. Nýgirðing-
ar á seinni helmingi 19. aldar, voru sam-
kvæmt skýrslum um 1.6 milljón faðmar.
Sé gert ráð fyrir að % hlutar þeirra hafi
verið í gildi, ætttt túnin að hafa verið orðin
girt um það bil að hálfu leyti, og fullt það,
þegar túngirðingalögin voru sett.
I heila öld og fjórðungi betur var búið
að vinna að því að girða túnin með jarð-
efnum einum saman. Það var ekki orðið
nema hálfunnið verk. Betur mátti ef duga
skyldi.
Þegar túngirðingafrumvarpið var borið
fram, voru menn búnir að kynnast því,
hvað fljótunnið var að koma upp vír-
strengja girðingum. Og þá vaknaði sú hug-
sjón frumvarpsflytjendanna að fá lokið
þessu seinunna nytjaverki á fáum árum.
Frumvarpið sætti allharðri andstöðu í
þinginu, og einnig utan þings, m.a. í Frey
(Guðjón Guðmundsson). Voru og gerðar
á því allmiklar breytingar í meðferð þings-
ins, sem andmælendum þóttu til bóta.
Nafnakall var við haft í báðum deildum;
lýsir það kappinu, sem var um málið. í efri
deild var það samþvkkt með 7 gegn 4 at-
kvæðum, en í neðri deild með 12 gegn 10
atkvæðum. Varð það að fara fyrir samein-
að þing, til að fá fullnaðarafgreiðslu.
Sem fyrr var getið voru gaddavírsgirð-
itigar því nær óþekktar hér á landi um alda-
mót, en byrjuðu þá strax að ryðja sér til
rúms. Fyrstu fjögur ár aldarinnar, áður en
túngirðingalögin komu til framkvæmda,
var lengd vírgirðinga eftir skýrslum þessi:
Ár 1901 faðmar 800
— 1902 ............... — 3500
— 1903 ............... — 22100
— 1904 ............... — 14900
En þau fimm ár, sem girðingalögin voru
í gildi, voru gerðar vírgirðingar eins og eft-
irfarandi tölur sýna:
28
fimmtíu ára
FREYR