Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 151
endur hefðu af þeim hvatningu til að vanda
smjörið og ná sem hæstu verði.
Smjörverðlaunin 1901—1913 námu þess-
um upphæðum:
1901 .......... Kr. 343,81
1902 ......... — 1.546,31
1903 ......... — 3.784,88
1904 ......... — 4.006,73
1905 ......... — 29.465,15
1906 ......... — 18.000,00
1907 ......... — 18.000,00
1908 ......... — 16.000,00
1909 ......... — 14.000,00
1910 ......... — 12.000,00
1911 ......... — 12.000,00
1912 ......... — 12.000,00
1913 ......... — 10.000,00
Um álit á íslenzku smjöri á brezkum
markaði og verðlag samanborið við danskt
rjómabúasmjör er það að segja, að þriðja
útflutningsár íslenzka rjómabússmjörsins
seldist það 2—25 aurum lægri pundið, en
matsverð var á danska smjörinu á þeim
tíma, sem sölur fóru fram. Sölur voru
fjölmargar á árinu — yfir tuttugu — og
seljendur margir (5), er fengu smjörið til
umboðssölu.
Auðsætt er af söguyfirliti rjómabúanna,
að brugðist liafa vonir um það, að mjólk-
urvörur gætu orðið stór þáttur í utanríkis-
verzluninni. Til þess var útflutningurinn
of lítill og verðið of lágt. Fjármunalegan
hagnað af búrekstrinum til bænda, er ekki
heldur hægt að telja, því að útflutnings-
verðlaunin hrukku vart til þess, að rekstur
búanna bæri sig. Rjómabúin náðu heldur
ekki almennri útbreiðslu, nema í einu hér-
aði landsins. Almenn lyftistöng fyrir land-
búnaðinn urðu þau því ekki.
Þó að ekki tækizt betur til um rjóma-
búin, voru þau samt markverð og lærdóms-
rík tilraun, sem betur var gerð en ógerð.
Varanlegur ávinningur af stofnun þeirra
og starfi var aukin almenn kunnátta um
smjörgerð, ostagerð og aukinn þrifnaður
í meðferð mjólkur, sem breiddust út frá
þeim. Er þann ávinning að rekja jafnframt
til Mjólkurskólans á Hvítárvöllum og
námskeiða í mjaltakennslu og meðferð
mjólkur, sem haldin voru um landið, hér
og þar, sumpart beinlínis vegna reksturs
rjómabúanna.
Á tímabili rjómabúanna hélzt samhliða
í gildi mjólkuriðnaður heimilanna, bæði til
eigin þarfa og til sölu. Við niðurfall frá-
færna almennt, minnkaði eðlilega mjólkin
og vörur, sem úr henni voru unnar, eink-
um skyrgerð og sýrugerð. Smátt og smátt
varð samt aukið kúahald til að fylla að
nokkru upp skarðið vegna niðurfalls frá-
færnanna.
GráSaosta-gerð.
Um sama leyti, sem tók að draga úr
starfsemi rjómabúanna, var hér hafin til-
raun með gráðaostgerð úr sauðamjólk. Það
var kunnugt, að sauðamjólk var betri til
freyr
fimmtíu ára
141