Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 19
veiti mönnum fœri á að kynna sér jafn-
óðum allar hreyfingar í búnaði jafnt utan-
lands sem innan, svo og að færa mónnum
stöðugt nýjustu skýrslur um verð og sölu
helztu afurða landbúnaðarins, sem íslend-
mgum má vera sérstakt gagn af að þekkja,
og að síðustu, en ekki sízt, veita mönnum
fœri á, að rœða opinberlega búmál, svo að
þau lýsist frá sem flestum hliðum.
Að voru áliti getur eina ritið, sem nú
er hér haldið úti um búnaðarmál og nafn
er gefandi, „Búnaðarritið“, ekki bœtt til
fullnustu úr þeirri þörf, sem nú er á al-
þýðlegu búriti, enda getur það tœpast ver-
ið annað en ársrit Búnaðarfélags Islands,
er þá aðallega flytur skýrslur félagsins, auk
nokkurra stœrri búnaðarritgerða almenns
efnis. Víst er og það, að „Búnaðarritinu'
hafa á síðari árum borizt miklu fleiri rit-
gjörðir en það hefur getað á móti tekið,
enda þótt það vœri miklum mun stœrra.
Vér teljum það aðalskilyrði fyrir því, að
búnaðarrit komi hér að verulegu gagni, að
það komi nokkuð oft út — að minnsta
kosti mánaðarlega — hafi œði margbreytt
efni, sem bœndum sé jafnt fróðleikur, gagn
og ánœgja af að lesa, og að í því sé alltaf
eitthvað, sem verulegt nýunga- eða frétta-
bragð er að, því að með því eina móti
er helzt að búast við, að menn fáist til að
lesa ritið almennt; en það rit, sem getur
ekki laðað að sér lesendur, getur aldrei
komið að almennum notum, enda þótt það
hafi mikinn og gagnlegan fróðleik að
geyma.
Vér munum kosta kapps um það, að
gjöra ,,Frey“ svo úr garði, að hann nái
almenningshylli, verði bœði gagnlegt rit og
eigulegt. Ætlum vér í því skyni meðal ann-
ars, að láta hann flytja við og við myndir
af innlendum og útlendum gripum, sem að
einhverju leyti skara fram úr og bœndum
er bæði gagn og gaman af að kynnast. —
Til þess að reyna að tryggja kaupendum
ritsins, að efni þess verði sem bezt og fjöl-
breyttast, höfum vér ákveðið, að borga
þeim, sem í það skrifa, sanngjörn ritlaun,
og vonumst vér til þess, að rit vort sleppi
þá hjá efnisrýrð þeirra og megurð, sem
þjáið hefur svo mörg af blöðum vorum og
tímaritum, er lifað hafa mestmegnis af
gefins fœðu, enda er þess lítil von að menn
til lengdar skrifi blaðagreinir án þess að
gjald komi fyrir. — Ytri frágang ritsins
viljum vér vanda, og þar sem það verður
mun eigulegra við það, að hvert hefti er
fest í kápu, höfum vér þann kost kosið,
enda þótt kostnaðurinn við útgáfuna, auk-
ist við það að miklum mun.
Þótt vér nú gjörum allt, sem góður vilji
og geta leyfir, til að gjöra „Frey“ svo út,
að vel sé, er það þó aðallega undir yður
komið, heiðruðu landar, hvort tilvera hans
verður skammœ og gagnslítil eða honum
á að auðnast að vinna nolckuð að heill og
framförum íslenzlcs landbúnaðar.
Freyr er ágœtastur allra Ása, segir í
Eddu; á hann er gott að heita til árs og
friðar; hann rœður fésælu manna.
„F r e y r“ á erindi við alla bœndur á
íslandi.
„ F r e y r “ flytur hugvekjur um hvers
konar búmál.
„F r e y r“ fœrir stöðugt nýjustu slcýrsl-
ur um verð og sölu útlendra og innlendra
landbúnaðarafurða.
„F r eyr“ segir fréttir.
„ F r e y r “ veitir fœri á að kynnast
helztu búnaðarhreyfingum utanlands og
innan.
„F r e y r“ flytur myndir við og við.
„Frey r” rœðir landbúnaðarmál án
9
fimmtíu ára
PEEYE