Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 220
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
Úr kaupstað í sveit
Eitt þeirra fyrirbæra í þjóðlífi Norður-
landabúa í heild, sem almennt er talið til
meinsemda, er flóttinn úr sveitunum. Allar
Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að megin hluti
mannfjölgunarinnar hefur orðið í borgum,
og öðru þéttbýli, enda hafa legið þangað
höfuðstraumar fjármagnsins. iMeð þeim
straumum berst fjöldinn. Að straumhvirf-
ingum fjármagnsins leitar fjölgun þjóð-
anna. Það er lögmál, sem ekki verður vé-
fengt.
Danir hafa gert ýmsar mjög athyglis-
verðar tilraunir í þá átt að fjölga heimil-
um í sveitum. Víða þar í landi, — ef ekki
víðast, — mun þröngt um vaxandi æsku,
og til ýmissa ráða gripið til þess að greiða
götu hennar, að viðunandi viðfangsefnum
og lífskjörum, m. a. með mikilli fjölgun
heimila í sveitum. Eitt þeirra varð á vegi
vorum á Sjálandi. — Samkv. lögum frá
1919, hafði stórbýli einu verið skipt niður
í allmörg smábýli, sem aðeins voru 5 ha að
stærð. Komum við á eitt slíkt, í Spanager
ved Köge.
Ekki verður því neitað, að þröngt finnst
Islendingnum um sig, þar sem öll landar-
eign hvers býlis er aðeins 5 ha, enda víst,
að á þessu verður ekki rekið stórt bú. Þó
virtist högum heimilisins svo háttað, að
nóg mundi þar fyrir hendi til að lifa menn-
ingarlífi, sem hverjum væri sæmd að. Blas-
ir þar hvarvetna við augum snyrti-
mennska.
Að sjálfsögðu var búið ekki stórt. A
þessu landi fleytti bóndinn þó ö—7 kúm
með viðeldi. Þá hafði hann og a. m. k.
25 sölusvín á ári. Kýrnar virtust hinar
ágætustu, enda hreinræktaðar af hinum
rauða stofni, og mjög glæsilegir gripir,
Bóndinn gat þess, — að því er virtist með
nokkru stolti, — að hann keypti ekkert
fóður að. Hann skipti landi sínu í 6 spildur
til sáðskipta. A tveim spildunum var gras,
þeirri þriðju bygg, hinni fjórðu hafrar,
fimmtu rúgur og sjöttu fóðursykurrófur og
garðjurtir til heima nota. Virtist hver tó
nýtt svo, að framar mundi torvelt að
ganga.
Að sjálfsögðu þoldi bú hans ekki dýrar
vélar. Allar vélar voru miðaðar við hest-
orku, og átti hann einn hest. En tveir
bændur voru um hverja slíka vélasam-
stæðu. En þar stóðu og stærri félagsheildir
saman um nokkrar stórvirkar, olíuknúnar
vélar. T. d. var hann, ásamt 16 öðrum
bændum í þessu hverfi, meðeigandi að
dýrri og afkastamikilli þreskivél. Þreskti
hún og hreinsaði allt korn þeirra. Saman
áttu þeir og frystihús til heimanota, en
sú heild var miklum mun stærri. Atti þar
hver bóndi frystihólf, sem var 30X30X58
cm, og þurftu þeir að greiða kr. 60.00 ár-
lega fyrir hvert hólf. Kjötið var fryst við
210
fimmtíu ára
F R E Y R