Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 105
Skjöldur á Höfðabrekku, úr fjár-
ræktarbúi Þorsteins Einarssonar.
Hlaut 1. verðlaun 1939.
fremst í nágrenni, en einnig í aðrar sýslur
og jafnvel aðra landsfjórðunga. Sem dæmi
um það álit, sem kynbætur þessar nutu,
má geta þess að 1885 styrkti búnaðarfélag
Suðuramtsins 6 pilta til að læra fjárrækt í
Þingeyjarsýslu, og veitti þeim, árið 1887,
einnig styrk til að flytja kynbótafé suður.
Hallgrímur Þorbergsson, gerir í ágripi
af fjárræktarsögu Suður-Þingeyinga 1840—
1940, sem birt er hér að framan, ítarlega
grein fyrir kynbótum þar og áhrifum þeirra
á sauðfjárræktina.
Kynbæturnar á Kleifum hófust um 1860
(Lýsing íslands 3. bindi, 3. hefti, bls. 312).
Þorvaldur Thoroddsen álítur að Kleifaféð
megi telja til alinnlendra kynstofna, þótt
sumir telji það blandað útlendu kyni
(Cheviotfé).
Guðjón Guðmundsson, ráðunautur frá
Finnbogastöðum, skrifar (Búnaðarrit 1908,
22. árg.), að kynbæturnar á Kleifum hafi
byrjað með tveim kollóttum hrútum frá
Olafsdal, en þeir hafi verið undan tveim
norðlenzkum hrútum kollóttum, ættuðum
úr Bárðardal eða Jökuldal, sem fluttir voru
að Ólafsdal laust eftir 1860. Annað fé hafi
ekki verið flutt að Kleifum a. m. k. um
næstu 30 ár. En með þessari kynblöndun,
ásamt góðri fóðrun og nákvæmari hirðingu,
hafi lánast að stórbæta féð á Kleifum á
fáum árum.
Páll frá Þverá andmælir í grein um
Kleifaféð (Búnaðarrit 35. árg. bls. 145)
þeirri skoðun Guðjóns Guðmundssonar og
Þorvalds Thoroddsen að það sé alinnlent.
Páll tilfærir þar bréfkafla frá Eggert á
Kleifum, þar sem segir, að þótt Bogi
Benediktsson á Staðarfelli hafi orðið að
skera niður fé sitt og þar með spænska
stofninn, muni kynið hafa verið orðið út-
breitt um næstu sveitir og þá einkum
eyjarnar á Hvammsfirði og þar hafi verið
hægast að skjóta fénu undan kláða niður-
skurðinum. Þaðan muni vera komið hið
spænska fjárkyn séra Sigurðar Gíslasonar
tengdaföður síns (Eggerts), sem var dóttur-
sonur Boga. Séra Sigurður flutti að Kleifum
1868 og telur Páll að hann liafi flutt sauð-
fé sitt þangað, þótt Eggert nefni það ekki
í bréfkaflanum. Hér ber heimildum ekki
saman en sannanir ófáanlegar. En þess má
geta að auk Páls frá Þverá hafa aðrir fjár-
ræktarmenn s. s. Hallgrímur og Jón Þor-
bergssynir, Ilalldór Pálsson, ráðunautur o.
fl. látið í ljós þá skoðun að Kleifaféð muni
vera blandað erlendu fé og þá helzt Cheviot-
95
freyr
fimmtíu ára