Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 268
Á sumrum ganga folarnir í
góðum högum, þar sem grös
og smári mynda gróður-
breiðu. Þarna er skjól gott
og úrkoma ekki mikil, en
snjór á vetrum.
þótt stöðin yrði með því að bæta við 4.
árgangi, og auka að mun tilkostnað.
Fjögurra vetra gamlir ganga folarnir
undir hæfnispróf og eru þá fyrst söluhæf-
ir, sem kynbótahestar, að þeir hafi stað-
izt prófið, þó að því tilskildu, að þeir hafi
einnig hlotið viðurkenningu á sýningu. —
Fyrstu 40 ár stöðvarinnar stóðust þessa
þraut ca 50% af folunum, en s. 1. 10 ár
aðeins 30—40%. — Þetta sýnir, að enda
þótt talið sé að vel hafi tekizt — miðað
við fyrsta efnivið —, hafa prófin þyngzt
meir og meir, og sýningarkröfur að sama
skapi.
Hér er því um að ræða fastmótað örygg-
iskerfi og markvisst, í vinnuhestaræktun,
Wángen-stöðvarinnar, sem gefizt hefur
frábærlega vel, og sem Islendingar ættu
vissulega að draga af lærdóm og taka til
fyrirmyndar.
Þegar þessar viðurkenningar fara saman
hefur mátt reikna með háu söluverði. A
síðari árum mun meðaltals-söluverð þeirra
hafa verið 8—9 þús. sænskar kr., eða sama
verð og ein landbúnaðardráttarvél kostar
þar í landi.
Hæsta verð á einum hesti — 1943 —
mun hafa verið 25 þús. kr. En síðasta
starfsárið mun það hafa verið kr. 10 þú*.
hæzt.
Framanaf, og alt fram að síðara stríði,
keypti stöðin árlega um 35 hestfolöld, en
nú á síðari árum aðeins 15. —
Þessi sænski stofn hefur reynzt mjög vel
í fjallasveitum og við skógarakstur. — En
þrátt fyrir það minnkar eftirspurnin og
hestum fækkar stöðugt við landbúnaðar-
og skógarvinnu. — Er nú svo komið, þrátt
fyrir mikla viðurkenningu á starfsemi
stöðvarinnar, að hún ber sig ekki fjár-
hagslega hin síðari ár.
Yéltæknin ryður sér til rúms í sænskum
landbúnaði, svo þörfin fyrir vinnuhest-
inn minnkar frá ári til árs. — „Allar lík-
ur benda til, að hesthúsin verði fyrr en
varir gerð að vélageymslum“, sagði XJll-
berg í ræðu sinni, — að því er virtist, ekki
með öllu sársaukalaust. —
258
^immtíu ára
F IIE Y R