Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 273
JÓN fíJÖRNSSON:
Um Veradal til Stiklastaðar
Við, íslenzkir bændur, vorum búnir að
ferðast um Svíþjóð í heila viku, sjá skóga
— aftur skóga — og ennþá skóga, og auð-
vitað margt, margt fleira, margar nýjung-
ar og margt eftirtektarvert, en mikið vor-
um við óheppnir með veðrið þar. Við hefð-
um fengið allt aðrar minningar frá þessari
löngu leið þar, ef ekki hefði alltaf verið
rigning og suddi. En síðasta kvöldið — eða
síðasta daginn — var birtandi veður og
um kvöldið var kalt. Um kvöldið hafði ég
gaman af að fara upp fjallið í járnkörfunni,
en þegar ég fór af stað fékk ég hálfgerðan
titring, mér fannst þetta svo hátt og hálf
ægilegt, svona snarbratt, en ég lenti með
góðum manni og þetta gekk vel upp. Og
þaðan sáum við til Noregs. Sumir voru þá
strax farnir að tala um sögustaðina, sem
forfeður okkar heimsóttu, eða áttu heima
á þarna vestan við þessi háu fjöll, sem við
sáum af brekkunni í Áre. Og um morgun-
inn, þann 7. júní, lá leið okkar vestur eftir.
Við vorum víst eitthvað á annan tíma
frá Hálland til landmæranna. Þar sem
sænskt og norskt land liggja saman, var
auðvitað landamæravörður og tollvörður,
en við fundum nú ekki mikið til vand-
kvæða við að komast yfir. Fararstjórinn
lét stimpla öll vegabréfin og tollvörðurinn
sagði bara: „Gjörið svo vel og akið leið
ykkar,“ þegar hann heyrði að við vorum
íslendingar. Fjallagróður var á báðar
hendur. Þarna fórum við framhjá, þar sem
mælt er að Hrafn og Gunnlaugur Orms-
tunga hafi háð einvígið, hérna Svíþjóðar-
megin, þeir máttu ekki berjast á norskri
grund. Einhver Svíi eða Norðmaður telur
sig hafa sannanir, sem staðfesta hvar stað-
urinn er. Við komum nú ckki þangað. Það
kvað vera á nesi við tjörn skammt til
vinstri, laust áður en komið er til landa-
mæranna.
Þarna uppi er hálfgerð heiði. Þar kemur
víst talsverður snjór á veturna. Það gát-
um við ráðið af því, að þarna sáust nú
ennþá fannir í lautum, og svo var annað
eftirtektarvert, en það voru trjágrindurn-
ar, sem settar eru upp meðfram vegunum.
Þær eru til þess að hindra að skaflar legg-
ist á akveginn.
Okkur var sagt að þarna væri oftast
bílfært allan veturinn. Þarna uppi voru
runnar og kræklótt kjarr. Vegurinn var
svona liálf klöngurslegur, svipað eins og
sums staðar á fjöllum á Islandi. En þegar
fór að halla undan aftur, Noregsmegin, þá
kom strax skógur. Það var greni og fura.
Fyrsti byggði staðurinn, sem við komum
FREYR
fimmtíu ára
263