Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 122
að fylgjast vel með afurðagetu einstakling-
anna, með skýrsluhaldi, en því aðeins lán-
ast slík starfsemi að á bak við liana standi
samhugur og samhjálp einstaklinganna.
Ráðunautar í sauðfjárrækt.
Þegar Guðjón Guðmundsson gekk í þjón-
ustu Búnaðarfélags Islands, hóf hann þeg-
ar baráttu fyrir kynbótum. Ritaði hann
grein í Búnaðarritið um kynbætur búfjár,
og lagði þar fram tillögur um skipulegt
samstarf í sauðfjárræktarmálum með stofn-
un sauðfjárkynbótabúa og búfjársýningum.
En hans naut skammt við. Við fráfall hans
1908, féll sauðfjárræktin í hlut Sigurðar
Sigurðssonar, en hann mun lítið hafa sinnt
henni, sökurn anna.
Ingimundur Guðmundsson gerðist ráðu-
nautur í búfjárrækt 1910. Mætti hann á
nokkrum sýningum, en vannst ekki tími
til áhrifa, því að hann drukknaði í Grímsá
12. marz 1912.
Sigurður tók þá aftur við búfjárræktinni,
en um það leyti gerðust þeir bræður Hall-
grímur og Jón Þorbergssynir leiðtogar í
sauðfjárræktarmálunum. Þeir höfðu þau
störf með höndum á vegum Búnaðarfélags
Islands á næstu árum og þó Jón drjúgum
meir. Hann vann að stofnun þess skipu-
lags, sem enn er uppi um haustsýningar á
hrútum, og hefur skrifað manna mest um
sauðfjárrækt. — Hallgrímur mun fyrstur
manna, svo vitað sé, hafa mælt sauðfé hér
á landi, og birti mælingar, ásamt fyrir-
myndum að vaxtarlagi holdafjár.
Theódór Arnbjörnsson gerðist ráðunaut-
ur í sauðfjárrækt 1920 og hafði hana, ásamt
hrossaræktinni, til 1927 er hann sagði starf-
inu lausu.
Páll Zo-phoníasson tók við ráðunauts-
starfinu 1928, en hafði jafnframt nautgripa-
ræktina. En 1937 tók Halldór Pálsson dr.
phil. við ráðunautsstörfum í sauðfjárrækt,
og gegnir þeim enn.
Þegar Páll tók að halda hrútasýningar,
hóf hann mælingar á öllum sýndum hrút-
um. Því hélt Halldór áfram, að vísu dálítið
breyttu. Eru vigtar- og mælingaskrár
þeirra hinar gagnmerkustu heimildir um ís-
lenzkt sauðfé á vorum dögum, sem nú eru
tiltækar.
Ollum þessum mönnum hefur verið það
sameiginlegt, að leggja áherzlu á ræktun
holdafjár. En Halldór hefur sniðið kröfur
sínar um byggingarlag og holdafar við al-
mennar neytendakröfur, sem í öndverðu
voru mest miðaðar við brezkan kjötmark-
að, og heldur fast við þau höfuð sjónarmið
að féð sé jafnvaxið, lágfætt og holdgróið á
baki, mölurn og lærum. —
Auk þeirra manna, sem að framan getur,
hafa nokkrir búfræðikandidatar mætt sem
dómarar á hrútasýningum í forföllum ráðu-
nauta, þar á meðal Lúðvík Jónsson, Gunn-
ar Arnason, Steingrímur Steinþórsson, Ey-
vindur Jónsson, Hjörtur Eldjárn, Hjalti
Gestsson, Sigfús Þorsteinsson o. fl.
Fullyrða má, að störf ráðunauta og leið-
beinenda í sauðfjárrækt, hafa borið mikinn
árangur.
Niðurlagsorð.
Ef segja ætti i örfáum orðum, hver muni
hafa verið tilgangurinn með kynbótum
sauðfjár, hér á landi, með úrvali og ræktun
innlenda fjárins, eða innflutningi fjár af
erlendum kynjum, virðist niðurstaðan vera
þessi:
Reynt hefur verið með ræktun innlends
fjár að sameina sem flesta kosti eftir því,
sem þörf og aðstæður gáfu tilefni til og
auka alhliða afui'ðahæfni, án þess dragi úr
hreysti og beitarþoli. Hefur þetta eðlilega
gengið misjafnlega og farið eftir staðhátt-
um og lagni fjárræktarmanna. Líklegt er
112
fimmtíu árá
F R E Y R