Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 208
SIGSTEINN PÁLSSON:
KÝR í ÖÐRUM LÖNDUM
Það vakti undrun okkar íslenzkra bænda,
að sjá hin þrautræktuðu kúakyn dönsku
bændanna. Að vísu höfðum við sitthvað
heyrt um þau eða lesið, en sjón er þó ávalt
sögu sannari.
Þann 24. maí 1953 vorum við staddir á
stórbýli á Norður-Jótlandi, sem heitir
Momtofte; þar voru okkur sýnd bæði
gripa -og íbúðarhús, en nú langaði okkur
að sjá kýrnar, og til þess urðum við að
fara út í hagann, því auðvitað var búið
að leysa út, sem við köllum. Og hversu
undrandi og hrifnir urðum við ekki; þarna
stóðu á beit 47 mjólkurkýr, allar svo lík-
ar að lit og ytra útliti að glöggt auga
þurfti til að þekkja þær í sundur. Allar
svartskjöldóttar að lit, hið svo kallaða
józka kyn.
Það voru fallegir og sællegir gripir, vel
hirtir og meðfarnir, að öllu leyti.
Að mun eru þær stærri en okkar kýr.
Okkur kúabændunum þóttu júgrin stór og
gefa von um mikla mjólk; auðvitað voru
þau misjöfn eftir burðartíma kúnna, og
einstaklingsmunur nokkur, enda þótt rækt-
unin sé komin á hátt stig. Meðalnyt þessa
kúakyns er talin vera um 3500 lítrar.
En nú fórum við að gefa haganum auga,
og þótti hann í meira lagi glæsilegur, nær
eingöngu smári og timothe, og þeirri spurn-
ingu skaut upp í hugum okkar: Hvað
mundu okkar kýr mjólka á slíkum högum?
Á Fjóni komum við á smábýli er heitir
Birkehaven, og þar voru okkur sýndar
dökkrauðu kýrnar. Þær eru öllu stærri og
þó sérstaklega þreknari og feitlagnari en
þær svartskjöldóttu. Þarna höfðu kýrnar
verið reknar heim í fjós svo að við gætum
séð þær. Voru þær 7 að tölu og okkur sagt,
að ein þeirra væri meðal beztu kúa lands-
ins. Hafði hún hlotið heiðursverðlaun á
sýningu að Bellahöj árið 1952, og þar með
talin ein bezta kýr Danmerkur það ár. A
árinu hafði hún mjólkað 5276 kg., en hæzta
kýr þessa bónda var með 6036 kg. sama
ár.
Vöxtur og útlit dökkrauðu kúnna þótti
mér enn þá fegurra og þroskameira en
þeirra svartskjöldóttu. Hryggurinn beinn,
malir breiðar og krosslaga, læri þykk og
djúp og mjólkuræðar líktust mest hlykkj-
óttum köðlum. Þetta kyn er þó ekki talið
eins mjólkurhátt og það svartskjöldótta,
en fitumeira.
Þótt árangur nautgriparæktarinnar sé
kominn á þetta hátt stig, telja Danir sig
ekki hafa náð neinum endanlegum árangri,
en halda ótrauðir áfram rannsóknum og
tilraunum, og verja til þess miklu fjár-
magni.
198
fimmtíu ára
FREYR