Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 117
arfélag íslands var tekið til starfa, og hafði
ráðið sérstakan ráðunaut í búfjárrækt, Guð-
jón Guðmundsson. Árið 1903 setur Guðjón
fram eftirfarandi reglur um byggingu sauð-
fjár, með tilliti til kjötframleiðslu:
1. Höfuð lítið og frítt, helzt kollótt.
2. Hálsinn stuttur og gildur.
3. Hryggurinn breiður og beinn með stutt-
um spjaldhrygg, vel kjötvaxinn.
4. Malir breiðar í meðallagi langar,
vöðvamiklar, með vöðvamiklum lær-
um.
5. Brjóstið breitt og djúpt með breiðri
bringu og vel hvelfdum síðum.
6. Bógar nokkurn veginn lóðréttir kjöt-
miklir, og síðurnar aftan við bógana
vel kjötvaxnar.
7. Fætur mjóbeina lágir, vel settir og vítt
á milli þeirra.
Kjötfé á að vera bráðþroska, þéttvaxið
fínbeina, kjötmikið, með kjöt og fitu vel
samblandað, en mörlítið. Mjólkurfé telur
Guðjón liinsvegar vera þunnvaxið, lang-
hryggjað og vanalega stórbeina og háfætt.
Árið 1903 voru haldnar búfjársýningar
í Borgarfirði og Árnessýslu og árið eftir 9
sýningar, flestar sunnan lands. Upp frá því
eru haldnar margar búfjársýningar á ári
hverju víðsvegar um landið. Voru það ým-
ist héraðssýningar eða hreppasýningar.
Ráðunautar eða starfsmenn frá Búnaðar-
félagi íslands mættu yfirleitt á búfjársýn-
ingum 1903 og eftir það, og leiðbeindu um
búfjárræktina.
Hrútasýningar.
Um 1911 verður breyting á fyrirkomu-
lagi búfjársýninga. Er þá farið að aðgreina
sýningar eftir búfjártegundum. Getið er
fyrst tveggja hrútasýninga í Eyjafirði 1911.
Eftir það voru hrútasýningar haldnar hér
og hvar um landið á haustin, en þó ekki
Grettir á Hesti, veturgamall 1952, kevptur frá
Sturlaugi Einarssyni frá Mxila við ísafjarðardjúp.
reglubundið fyrst í stað. Smám saman fær-
ast sýningarnar í fastara form og var farið
að halda þær, með nokkurra ára millibili,
til skiptis í hinum ýmsu landshlutum. Bún-
aðarfélag íslands veitti frá upphafi nokk-
urn fjárstyrk til þessara sýninga.
Með setningu búfjárræktarlaganna 1931
komst föst skipan á hrútasýningar. Skyldi
gefa bændum í öllum hreppum landsins kost
á að sýna hrúta fjórða hvert ár, þ. e. að
farin væri ein umferð um landið á 4 árum.
Hefur það fyrirkomulag haldist síðan.
Búnaðarfélag íslands kostar leiðbeinendur
og aðaldómara á sýningar, en ríkissjóður og
hlutaðeigandi sveitarfélag leggja að jöfnu
fram fé til verðlauna. Þegar búfjárræktar-
lögin voru endursamir, 1948, var bætt inn
FREYR
fimmtíu ára
107