Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 303
góðfúslega leyfi sitt til
þess, að ég mætti þiggja
heimboð Edvalds. Var
þá ekki tvínónað við
hlntina. Við ókum af
stað í bifreið Edvalds
ásamt konu hans og ís-
lenzkum vinnumanni,
sem hjá honum er.
Edvald er fæddur 17.
maí 1893. Systkinin
voru 10, er náðu full-
orðinsaldri, en nú eru
4 á lífi, 2 í Noregi og 2
í Reyðarfirði. Hann var
við nám að Hvanneyri
1911. Halldór Vil-
hjálmsson var þá skólastjóri og metur
Edvald hann mikils, telur hann gáfaðan
mann og göfugan, og fáa hans líka telur
hann sig hafa hitt. Hann minnist og þeirra
Páls Zóphóníassonar og Páls Jónssonar
sem góðra kennara.
Edvald fór til Noregs haustið 1913. Var
á lýðskóla og síðan á háskólanum að Asi
1915—17. Var síðan ráðunautur í ýmsum
sveitum í Noregi nokkur ár, kvæntist
norskri stúlku 1919, og hóf búskap að
Norðurdal 1916. Jörðin var þá léleg mjög
og húsakostur enn verri. Jörðin kostaði 40
þúsund krónur og fóðraði 5—6 kýr, land-
rými er um 92000 m2 og þar af skóglendi
um 50000 m2.
Tekjur af búinu fyrsta árið voru 8 þús-
und krónur, en 1939 voru þær 83 þúsund
krónur og nú um 200 þúsund kr. Hefur
Edvald keypt skóglendi til viðbótar og tvö
smábýli, sem vinnumenn hans búa á.
Búsafurðir hans hafa verið svín, naut,
hænsni, kartöflur, korn og viður.
„Árin 1935 til 1939 voru góð ár, en þá kom
styrjöldin, og 1945 var ég jafn fátækur og
þegar ég byrjaði búskap.“ ,,En nakinn
kom ég í heiminn og nakinn fer ég héðan,“
segir Edvald í bréfi til mín. Jörðin gefur
nú af sér tiu sinnum meira, en þegar hann
hóf þar búskap. Framleiðslan er nú um 5
til 600 tunnur af kartöflum, 10—15 tonn
af korni og heyi, epli o. fl.
Edvald hefur lagt í byggingar á jörðinni
um 300 þúsund krónur. Ennfremur á hann
vélar, og tæki til útungunar, og er unga-
eign hans um 15 þúsund, á aldrinum dag-
gamlir til 14 vikna, þegar hann skrifar mér
í maí 1954. Hann selur um 20 þúsund
hænu-unga á ári.
Bústofn hans er um 800 hænsni, 20 til
30 gyltur, 50 til 100 svín til slátrunar, 4
kýr, 4 eða 6 kálfar og 5 eða 6 naut. Hann
selur mikinn hluta af grísum sínum 6—8
vikna gamla.
Skuldirnar kveðst hann ckki hræddur
við, ef heilsan helzt. Yngsti sonur hans býr
nú með honum, og allt gengur vel.
Þegar ég bað hann um leyfi til þess að
segja nokkuð frá búskap hans, taldi hann
það ekki frásagnarvert, en kveðst aðeins
FREYlt
fimmtíu ára