Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 190
H;ítt og þctt lim stiiðvar vindinn.
gróðri, þrífast nú þróttmiklar jurtir í hlé
við runna og tré skjólbeltanna, sem sía
vindinn eða hefta för hans svo, að lygnt
er í andrúmslofti þeirra, þó að ský sigli
hraðbyri hærra uppi. A þennan hátt hefur
verið unnt að breyta veðurfarinu — þó
ekki því veðurfari, sem veðurstofan lýsir
eða spáir um — heldur því sem jurtirnar
varðar, þ. e. í jarðskorpunni og þeim
sentimetrum andrúmsloftsins, sem næst
henni liggja.
Með ræktun skjólbeltanna hefur hita-
stigið hækkað, og rakastigið í yfirborði
jarðvegsins hækkað um 2—3 stig á vestan-
verðu Jótlandi. Þessi breyting hefur skap-
að skilyrði til þess, að þar sem fyrir 20—30
árum var árangurslaust leitazt við að
rækta lusernur og sykurrófur, gengur rækt-
un þessarra ágætu nytjajurta nú mætavel.
Á sama landssvæði hefur ræktun ávaxta
aukizt að miklum mun eftir að limgirðing-
ar hafa vaxið umhverfis bletti þá, sem á-
vaxtartén eru síðan gróðursett á í skjóli.
Sá sem man nú hinar opnu víðáttir um
gjörvallt Jótland, um síðustu aldamót, og
sér í dag hvernig búið er að skipa land-
inu í þúsundir og aftur þúsundir reita og
spildna, þar sem hávaxin gróðurbelti runna
og trjáa veita skjól fyrir vestanvindinum,
getur bezt gert raunhæfan samanburð á út-
liti landsins, og árangri af starfi ræktunar-
mannsins fyrr og nú. Sá munur er mikill.
Enrico Dalgas var brautryðjandinn á
sviði trjáræktarinnar á dönskum heiðum.
Avöxturinn af starfi hans hefur orðið
margfaldur og blessunarríkur fyrir danska
þjóð. Ekki sérstaklega vegna þeirra skóg-
arnytja, sem reynzt hafa ávextir starfa
hans, heldur af því að annar gróður hefur
margfaldazt og aukið velgengni bændanna
með sívaxandi uppskeru í skjóli trjánna.
Heiðafélagið danska er stór stofnun og
sterk, með stóran hóp starfsmanna og
fjölbreytta starfsemi. Þetta félag hefur
lyft þeim arfi og haldið fána þeim hátt,
sem fyrst var lyft af Dalgasi og samherjum
hans.
Á vegum þessa félags hefur víðtæk til-
raunastarfsemi fært heim sannanir um
gagnsemi skipulagsbundinna aðferða við
ræktun skjólbelta. Fjölmargar tegundir
trjáa og runna hafa verið reyndar, og á
þann hátt verið þrautreyndir gallar og
kostir hverra fyrir sig eða í félagi.
Tegundavalið og tegundablöndun, og svo
tilhögun starfsins við skjólbeltaræktun, er
orðin heil vísindagrein, sem skapar undir-
stöðu núverandi starfa á þessu sviði. En
árangurinn er: Batnandi veðrátta á vaxtar-
180
fimmtíu ára
FRE YR