Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 269
KRIS TINN SIC URJÓNSSON:
I A R E
Mikið var nú indælt að koma í Svíþjóð
og víða var fallegt, en það hefði áreiðan-
lega verið miklu skemmtilegra og fallegra,
ef við hefðnm fengið meira sólskin. Það
var gott veður bara fyrsta daginn, þegar
við komum til Málmeyjar, og svo í Lundi
og á ferðalaginu um Skán, en svo var bara
alltaf rigning, þangað til seinasta kvöldið.
Þá var ágætt veðnr. Þá var líka reglulega
ánægjulegt að aka eftir krókóttum vegum
frá hrossaræktarstöðinni á Wángen til skól-
ans á Hálland þar, sem við gistum síðusf u
nóttina í Svíþjóð.
Þá nótt var kalt svo að sumir sögðust
ekki hafa sofið fyrir kulda. En svo voru
það aðrir, sem ekki fóru að sofa fyrr en
undir morgun, en það var nú ekki af kulda
heldur af því að þeir fóru ekki í bólið fyrr
en svo seint. Það var nefnilega þetta k\röld,
sem við ferðafélagarnir fórum í dráttar-
braut upp á 900 metra hátt fjall, og þegar
ofan kom, var ball í bænum, sem steudur
við rætur fjallsins, og þá þurftu nú sumir
að fá sér snúning og líta svona á kven-
fólkið og unga fólkið, sem kom á I allið.
Það er ekki búskaparlegt þarna. A leið-
inni frá skólanum til Áre, — en það heitir
þorpið, sem stendur þarna við fjallsræturn-
ar, liggur vegurinn í snarbrattri brekku.
Ofan vegarins er skógur en neðan hans er
ræktað land, og þar eru bændabýlin. Túnin
cru ekki stór —- þetta cru bara smáblettir,
sem menn hafa ræktað. Það er auðséð, að
fólkið lifir ekki af þessum litlu blettum.
Það er skógurinn, sem menn lifa af að
hálfu leyti, eða kannske meira. En það eru
heldur engir smáskógar þarna. Þetta er
allt skógi vaxið hátt upp í hlíðar. Og eftir
dalnum rennur áin. Hún kemur alla leið
frá landamærum Noregs. Og það er gaman
að sjá, og sérstaklega fyrir okkur Islend-
inga, að þarna eru ótal trjábolir alltaf á
reki. Og sums staðar eru heilir flotar. Sum-
ir þeirra liggja kyrrir, enda var áin nú lítil
þegar við vorum þarna. Okkur var sagt að
menn fleyttu timrinu niðureftir þegar árn-
ar eru í vöxtum á vorin.
Já, við fórum í bíl þarna inneftir — ég
held eina 10 km leið, um kvöldið, eftir að
við vorum búnir að borða, því ferðinni var
heitið upp á fja.ll. Og við komum þarna til
Áre, það er bærinn sem skíðaíþróttir eru
stundaðar, og alheimskeppni fór fram í
fyrravetur. Þarna hittum við líka landa,
sem voru að undirbúa sig undir þátttöku
í þessum íþróttum.
FREYR
fimmtíu ára
259