Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 25
Sigurður Sigurðsson bún- aðarmálastjóri var meðeig- andi og ritstjóri 1926—35.
Sveinbjörn Benediktsson var . v : ' : . . :'. " ,
meðeigandi 1927—31.
Ennþá hef ég ekki kynnzt nema fcium
sveitum landsins. En sú viðkynning hefur
og verið óblandin, óslitin ánœgja — hvað
snertir alúð og gestrisni og allt viðmót fólks.
— En eins slitrótt hefur hún verið ánœgjan
að kynnast landinu, sjá verkefnin blasa við
ohreyfð, eða því sem nœst — ef ekki ókunn
með öllu — í hverri sveit — já hverri jörð,
ef eklci á hverjum einasta bletti í byggðum
landsins. Hvílík ógrynni er það, sem jor-
feður vorir hafa látið okkur eftir af verk-
efnum.“
Þegar hér var komið tíma var verið að
undirbúa frumvarp til ræktunarlaga að
frumkvæði landsstjórnarinnar og með ráði
Búnaðarfélags íslands. Það féll því vel sam-
an að Freyr tæki samtímis að lcggja sér-
staka áherzlu á ræktunarmálin. Biifjár-
ræktinni mátti eigi að síður vera vel borg-
ið, þar sem annar ritstjórinn, Þórir Guð-
mundsson, var kennari í búfjárrækt. Höfðu
°g þeir þrír ráðunautar Búnaðarfélags Is-
lands, sem til þessa tíma höfðu verið með-
utgefendur og ritstjórar Freys, starfað mest
að búfjárrækt.
Samvinna þeirra Valtýs og Þóris, um rit-
stjórn og útgáfu Freys, stóð aðeins árið
1023. Næsta ár verður sú breyting, að Þór-
ir Guðmundsson hverfur frá, en í stað hans
korna með Valtý þeir Árni G. Eylands og
Steinarr Stefánsson, báðir ráðunautar Bún-
aðarfélags Tslands. Arni hafði keypt hálfan
hluta Valtýs, en Steinarr hafði keypt þann
þriðjungshlut, sem félagið Hvanuevririgur
hafði átt nokkur undanfarin ár.
Árið 1924 gekk Valtýr Stefánsson úr
þjónustu Búnaðarfélags Islands, og gerðist
meðritstjóri Morgunblaðsins. Eigi að síður
hélt hann áfram þátttöku sinni í útgáfu
Freys það ár og næsta með þeim Árna og
Steinari. Samvinnu þeirra um útgáfuna
lauk við árslok 1925 og nýir menn tóku við.
Fram til þessa tíma höfðu aldrei allir út-
gefendur Freys gengið frá í einu. Fram til
þessa hafði alltaf staðið á titilblaðinu, sem
í upphafi: MÁNAÐARRIT UM LAND-
BÚNAÐ, ÞJÓHAGSFRÆÐI OG VERZL-
UN. — Ritstjórnina höfðu annazt útgef-
endurnir sjálfir, án þess að þess væri sér-
staklega getið.
Nýir útgefendur og ritstjórar að 23. ár-
gangi Freys (1926) voru Jón H. Þorbergs-
son, bóndi á Bessastöðum og Sigurður Sig-
urðsson, búnaðarmálastjóri. Titilblaðinu
FltEYR
fimmtíu ára
15