Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 250
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
Á Bosjö og Vadstena
Að kvöldi hins 31. maí, leitum við nátt-
staðar í farfuglahreiðri, sem heitir Bosjö-
klaustur. t rauninni er það ekki klaustrið
sjálfí. sem leitað er gistingar í. Gististað-
urinn stendur við smávík, sem gengur
norður úr vatni einu allstóru, sem Ringsjö
heitir, norðan til á Skáni. Sjálft er klaustrið
herragarður mikill og stórbýli. Er höfuð-
bygging þess, að því er virðist, mikil og
stílfögur, sem rís á hæð nokkurri. Núver-
andi eigandi þess er greifi, auðmaður mik-
ill á sænska vísu, nú orðinn fjörgamall.
Hafði hann gefið hinni sænsku farfugla-
hreyfingu húsaþyrpingu þá, sem við gist-
um í. Leggur hann af mörkum árlega
nokkra fjárhæð til viðhalds mannvirkjum
heimilisins. Stofn þeirra bygginga mun
vera íbúðarhús þess vinnufólks, sem vann
á klausturbúinu. Er sumt þeirra bygginga,
— sem allar eru úr timbri, — allfornar,
en allar eru þær hreinlegar og smekklega
umgengnar. Má og ætla, að endurbygging
þeirra, og umsköpun sú, sem til þess þurfti
að gera þar að gististað, sé ekki margra
ára. Þar mun rúm fyrir 50 næturgesti. —
Eins og áður segir stendur gististaður-
inn við vík. Ganga dálitlir nesoddar suður
í vatnið, beggja megin hennar. Svefnskál-
arnir, sem við gistum í, standa fyrir botni
víkurinnar, og myndar skógarlundur, fjöl-
breyttur og voldugur, bogadreginn skjól-
garð norðan húsanna, og teygja bogaend-
arnir sig fram á nestærnar. Húsin standa
því í hléi við þennan volduga skjólgarð.
Norðan við skógarlundinn, sem ekki er
þykkur, er allvítt rjóður, og stendur þar
eitt hús, sem þessu heimili fylgir. Er það
matskáli þess. I gegnum þetta rjóður ligg-
ur vegur, rétt við hornið á þessu húsi. Er
hann fjölfarinn og truflar það mjög kyrrð
staðarins. Þessa verður ekki vart þegar
komið er að svefnskálunum. Þar er kyrrð-
in slík að nálgast helgi. Og þó kveður þar
við þrotlaus söngur. En „það eru sömu
sumarljóð, sem ég vandist heima,“ sól-
skríkjuljóð, eins og þau hljóma fegurst. Sá
samhljómur er fjölþættur og margraddað-
ur og þó svo mildur, að hann aðeins eykur
á helgi staðarins. Seint um kvöldið, — eða
réttara sagt litlu fyrir lágnættið, þagnaði
þessi hljómur snögglega, en þá kom fram
annar hljómur, kliðmjúkur og dulúðugur.
Þar söng þá hinn frægi, — ef ekki fræg-
asti — söngfugl Norðurlanda, — nætur-
galinn. Sofnaði hópur íslenzkra bænda
þetta kvöld, þreyttur eftir langt og erfitt
ferðalag, og ys Kaupmannahafnar, við að
„hlusta sem gestir á náttgalakliðinn.“
240
fimmtíu ára
FREYR