Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 195
Nýbýli rísa stöðugt á ófrjó-
um heiðum Vestur-Jótlands.
Stærri byggingin er penings-
hús og fóðurgeymsla en í-
búðarhúsið til hægri.
og frú, og alltaf hafa þau látið í ljós ósk
um að fá tækifæri til að heimsækja Island,
en ekki hefur orðið af því ennþá. En von-
andi verður það einhverntíma.
III.
Þar sem við vorum staddir hér, langaði
alla ferðafélagana ákaflega mikið til að
sjá þessar mikið umtöluðu józku heiðar,
sem einu sinni voru boðnar íslendingum
til eignar og ábúðar, en var hafnað.
Á allri leið okkar sáttm við aðeins lítið
eitt af þessum heiðum. Á einstöku stað
var smárönd af lyngkjarri, sem vex á
grábrúnum sandi, en þar sem heiðarnar
hafa einu sinni verið standa nú falleg, ný-
byggð sveitabýli, með stuttu millibili.
Á þessum slóðum hefur lyngheiðunum
verið breytt í mjög vel ræktaða akra með
grasi, korni, rófum og kartöflum, og
einnig er við hvern bæ blómagarður og
ávaxtatré. Því miður, komum við ekki
þangað, sem lyngheiðarnar eru ennþá ó-
ræktaðar. En ef við hefðum komizt í um
það bil 5 km suðvestur eða norð-norð-
austur fyrir Herning, hefðum við fengið
að sjá lyngheiðarnar eins og þær voru fyrr
á öldum.
Margir ríkisráðunautar hafa síðastliðin
100 ár gefið miklar leiðbeiningar um
ræktun á þessum stöðum. Sá sem mest
hefur gert af því, var Enrico Dalgas, sem
uppi var um og eftir miðja síðustu öld.
Kjörorð hans var:
„Hvor ploven ej kan gaa,
og leen ej kan slaa,
der bör et træ at staa.“
IV.
Á árunum 1848—1850 voru Danir í
stríði við Þjóðverja, og aftur árið 1864, en
það ár missti Danmörk Suður-Jótland. Þá
sögðu Danir:
„IÞ’íid udad tabes skal indad vindes.“
Voru síðar settar á stofn tilraunastöðv-
ar á mörgum stöðum, bæði þar sem sand-
ur var, mold og mýrar, og einnig gróðrar-
stöðvar fyrir skógrækt. Það var upphaf
að ræktun lyngheiðanna.
Sandaniir voru mjög fátækir af frjóefn-
um, sérstaklega vantaði þar kalk, en svo
FREYR
firamtíu ára
185