Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 251
Fiirfuglaheimilið stendur við lítið stöðuvatn. Gróðursak! er mikil og fuglalíf fjörugt •— staðurinn friðsæll.
Þegar farið var þaðan um morguninn,
sást allvel heim að sjálfu klaustrinu. Ó-
gjörla sást þó annað en höfuðbygging þess,
sem virðist allforn, en fögur og traust.
Hversu rnikið þar er umleikis í búnaði, var
ekki hægt að gera sér grein fyrir. Eitt
blasti þar þó við, sem sýndi að hinn gamli
maður ann enn lífinu og framvindu þess.
Undir hæðinni, sem klaustrið stendur á, er
allstór uppeldisstöð fyrir skógvið. Vex þar
upp ungviði, sem ætlað mun til gróður-
setningar, og má ætla, að elstu plönturnar
væru þriggja ára. Á hvern liátt, eða af
hverjum þetta var rekið, var okkur ekki
víst, en við eignuðum það klaustrinu og
eiganda þess. Sýnt var, að bak við þetta
lá óhemju vinna, enda við hana tengdar
vonir kynslóðarinnar til bjargar hinum
óbornu.
„Sá nýtur sjaldan ávaxtanna, sem gróð-
ursetur tréð,“ segir danskt spakmæli. Það
naut sín vel í þessu umhverfi. Á bak við
starfið, sem við blasti, vakti í hug okkar
öldungur, kominn að fótum fram. En upp-
skerunnar von eftir rúma öld.
Utsýn frá Bosjöklaustri er mjög fögur.
Frá sjálfu klaustrinu mun hún víð og
voldug yfir Ringsjö og sveitirnar um-
hverfis vatnið. Frá víkinni þar, sem við
gistum, var ekki eins vítt til veggjanna.
En fríðleikur þess, sem fyrir augun bar,
naut sín því betur. Skógarlundir þeir, sem
gengu fram á nesin, lokuðu útsýn til
beggja hliða. Það eina sem sást því er
fjær dró, var suður yfir vatnið, sem þetta
kvöld var spegilslétt. Þar rís hæð ein all-
mikil og þó ekki mjög há. Meðfram vatn-
inu eru samfeldar ræktunarlendur, sem
241
FREYR
fimmtíu ára