Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 115
Fenja, nr. 2S6, úr
fjárræktarbúi Helga
Eiríkssonar, Þóru-
stöðum í Onguls-
staðahreppi, með 2
lömbum. Fenja var
af gamla, þingevska
stofninum. Bæði ær-
in og lömbin voru
a^ttuð að nokkru
leyti frá Helluvaði.
arfélags Suðuramtsins og með styrk frá
því. Haldnar voru 5 í Vestur-Skaftafells-
sýslu, 4 í Rangárvallasýslu og 4 í Arnes-
sýslu. Sama ár var, að tilhlutan sýslunefnd-
ar Skagafjarðarsýslu og fyrir samtök nokk-
urra manna, haldinn almennur bændafund-
ur að Ási í Hegranesi. Á þeim fundi bar
Hermann Jónasson, þá skólastjóri á Hólum,
fram tillögu um búnaðarsýningar, sem
halda skyldi í sýslunni og „helzt um land
allt“. Sýningarnar skyldu haldnar annað
cða þriðja hvert ár með styrk frá sýslunni
og landssjóði.
Á fundinum var lagt til:
1. Að verðlaunaveitingar verði bundnar
því skilyrði að skýrsla fylgi með sýn-
ingargripum um ætt og afurðir, svo og
meðferð að undanfömu.
2. Að skepnur þær, er sýndar verða, séu
komnar á sýningarstað degi áður en sýn-
ing hefst, svo dómur verði á þær lagður,
áður en sýningargestir koma á staðinn.
3. Að svo yrði skipað fyrir, að allar verð-
launaðar sýningarskepnur yrðu boðnar
upp til sölu að sýningu lokinni, án þess
þó að eigendur séu útilokaðir frá að bjóða
þær inn, ef þeir kjósa. Þá var og sam-
þykkt að rita hreppsnefndum sýslunnar
og óska eftir að þær tækju til athugunar
möguleika fyrir slíkum sýningum innan
hreppanna. Ennfremur var farið fram á
að hreppsnefndir létu fara fram 2—3
skoðanir á vetri um fóðurbirgðir og fjár-
hirðingu.
Árið 1896 skrifar Skúli Þorvarðsson grein
í Búnaðarritið „TJm búpeningsrœkt og fén-
aðarsýningar“. Segist hann gera það til að
koma á framfæri „reglum með ástæðum
fyrir fénaðarsýningar“, sem sýslunefnd
Árnessýslu hafi látið semja. Eru reglur
þessar birtar með greininni og Tindirritaðar
í Hrepphólum 4. jan. 1893 af Skúla, Svein-
birni Ólafssyni og Guðmundi Lýðssyni, sem
kosnir höfðu verið til að semja þær.
Hér verða teknar upp reglur þær, er þeir
settu um helztu einkenni verðlaunafénað-
ar:
FREYR
fímmtíu ára
105