Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 278
JÓN JÓNSSON:
MÆ R I
l>að er sunnudagur, 7. júní, einn af þess-
um ógleymanlegu dögum fyrir okkur ís-
lenzka bændur á ferð í Noregi. Við erum
staddir á Mæri í Þrændalögum. Allt leikur
í lyndi, eins og veðurblíðan, fegurð lands-
ins, helgi hvíldardagsins og vinátta fólks-
ins hafi á dýrðlegan hátt sameinast um að
gera þennan þátt ferðarinnar sem glæsi-
legastan. Endurminningin lifir og vermir.
Það er komið fram um nónbil og við
höfum séð Noreg, aðeins frá því um morg-
uninn. — En við höfum af meðfæddum
næmleik orðið snortnir af fegurð Norður-
Þrændalaga, vináttu fólksins þar, skild-
leika — vitund okkar við það, og af sögu-
lcgum minningum frá þeim tíma, er Noreg-
ur var svo að segja okkar föðurland.
Við höfum dvalið góða stund á Stikla-
stað og gengið þar um, undir ágætri loið-
sögn og í raun og veru verið vaktir þar
til skilnings á gildi þessa dags, ef við að-
eins létum tækifærið ekki fara fram hjá.
Við höfum séð brot af náttúrufegurð lands-
ins, blómlega sveit á hásumardegi, einmitt
þegar náttúran skautar fegurst. — Og nú
erum við staddir á sögustaðnum Mæri,
þar sem rekinn er hinn stórmyndarlegi
búnaðarskóli þeirra Norður-Þrænda.
Mæri stendur í miðri sveit, — á ávalri
áberandi hæð, — hinum svonefnda Mæris-
haug, — með þéttsetinni blómlegri byggð
allt um kring, og rís nú þar eins og viti í
norskri búmenningu.
Staðhættir eru ekki alls ólíkir — í
smækkaðri mynd — því sem mundi geta
orðið á Vallholtinu í Skagaíirði — er aldir
renna, — með Vallhólminn hið neðra, full-
ræktaðan og þétl ætinn, skrýddan skógar-
beltum og byggðablóma.
Skólastjórinn And-'rs Grendal — bíður
okkar opnum örmum, með borð sín hlaðin
vistum, og býður öllum hópnum til rausn-
arlegrar máltíðar. Undir borðum ávarpar
hann gestina með ræðu, og lætur í Ijós
hlýjan og heilan vinarhug til íslands og
Islendinga — Því næst fræðir hann okk-
ur um fortíð staðarins og um þá starfsemi,
sem þar er höfð um hönd, — búréksturinn
og bú-.uðarskólann, og lýkur máli sínu með
því að bjóða okkur að skoða staðinn í
fylgd með sér, að lokinni máltíð.
I heiðnum sið var Mæri virðulegasti og
fjölsóttasti helgistaður í Þrándheimi, og
þótt víðar væri leitað. — Þar var höfuð-
hofið og blótstaður mikill goðunum til
lofs og dýrðar, sérstaklega guðinum Þór.
Á hverju ári voru haldin þar þrjú stór-
blót, — miðsvetrarblót um jólaleytið, sum-
arblót um miðjan apríl og haustblót um
miðjan október. — Með þessum blótfórn-
fimmtíu ára
FREYR