Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 217
VERNHARÐUR SIGURGRÍMSSON:
Barnamjólkurframleiðsla
á Momtofte
Það var um miðjan dag er við komum
að bóndabæ, sem Momtofte heitir, fyrsta
daginn sem við ókum um hinar blómlegu
sveitir Danmerkur. Okum við í gegnum
þéttan trjálund inn í húsagarðinn, og stig-
um út úr bílnum. Bóndi stóð við dyr í-
búðarhússins, hár maður, skarpleitur og
dugnaðarlegur. Hann bauð okkur vel-
komna, og gekk síðan um með okkur og
sýndi húsin og umhverfið. Húsin eru mjög
stór, byggð í dönskum bændabýlastíl. Lág-
ar múrsteinsbyggingar með háu risi. lang-
ar, og byggðar í ferhyrning í kringum
húsagarðinn, sem er flóraður með hellu-
steini. Miklar byggingar eru þarna, og
sumar frá gömlum tíma. Fjós frá 1883, sem
búið var að gera upp í nýtízku formi,
eftir því sem hægt var. Múrsteinninn virð-
ist vera þeirra aðal-byggingarefni.
Bóndi þessi hafði 47 mjólkurkýr og um
100 ungviði. Auk þess nokkuð af svínum.
Hann seldi barnamjólk, og ábyrgist 3,65%
feiti í henni. Meðal mjólkurmagn eftir kú
var 4700 1, og fitan 226 kg smjör. Við
búið unnu tveir menn að jafnaði, og höfðu
aðstoð ef þurfti. Mjólkað var þrisvar á
sólarhring, og byrjað klukkan 3 á nótt-
unni. Við gengum út í hagann, þar sem
kýrnar voru á beit. Óðum við smárabland-
að töðugresið í mjóalegg. Var mér þá
hugsað til kúnna heima, hvaða gagn þær
mundu gera, hefðu þær slíka sumarhaga.
Við þurftum ekki langt að fara, því kýrn-
ar komu á móti okkur, undrandi yfir að
fá slíka heimsókn. Þetta voru stórar og
holdmiklar kýr, svartskjöldóttar að lit. Ef-
ast ég um að við hefðum nokkuð með slík-
ar kýr að gera, meðan ræktun er ekki al-
mennt lengra á veg komin, en nú er hjá
okkur.
Bóndi sagðist ekki hafa gras í sömu
spildunni nema 3 ár í einu. Ivvaðst syo
plægja hana upp, og rækta í henni rófur
og hafra í 2—3 ár og sá síðan grasi að
nýju, og gengi þetta svona koll af kolli.
Við gengum nú heim til bæjar, og bauð
bóndi okkur inn. Ibúðarhúsið var ekki
mjög stórt, en rúmgott og þrifalegt. Fram-
an við það var snotur trjágarður. Þegar
inn í stofu kom, var mjólk á borðum
Sagðist bóndi ætla að lofa okkur að bragða
á barnamjólkinni. Bragðaðist hún mjög
vel, og var óspart notuð, því menn voru
svangir orðnir.
PREYR
fimmtíu ára
207