Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 237
Baráttan við meindýrin og
eyðing illgresis er auðvelt
starf þegar svona tæki eru
notuð, en þau úða breiðar
spildur í hverrri umferð.
ir því, að þær eigi mikla framtíð hér. Flest-
ar þeirra tóku upp tvær raðir í einu, skáru
kálið fyrst af og lögðu það í rastir til hliðar.
A eftir kom skeri eða nokkurskonar plóg-
ur, sem velti rófunum upp, svo þær lágu
eftir ofan á moldinni, í röðum. Mátti síð-
an ganga á röðina og kasta þeim í vagn
til heimaksturs. Kálið var og tekið og sett
í vothey.
Þar, sem fullkomin tækni var fyrir hendi
til að koma rófunum í geymslu, var þeim
hellt af vagninum í allmikinn sívalning,
sem hreinsaði af þeim mestu moldina.
Þaðan voru þær fluttar á færibandi í
geymsluna. Þegar þær voru svo gefnar
þar, sem tækni er fullkomnust, eru þar
saxaðar í rafknúnum kvörnum, og fluttar
á færibandi inn í fjósið.
Til kálræktar sá ég eina vél mjög athygl-
isverða. Var hún á bændaskólanum á
Skjetlein í Suður-Þrændalögum. Plantaði
hún tveim röðum í einu af hinni mestu ná-
kvæmni.
Þá mætti nefna tæki til úðunar varnar-
lyfja og illgresiseyðandi efnum. Þau voru
víða í notkun, um það leyti, sem við vor-
um á ferðinni. Urðum við þeirra oft varir
þótt við sæjum þau sjaldan. Hin undar-
lega — og oft leiða — lykt þessara efna,
gaf til kynna, að þau væru í notkun ekki
langt undan. Tæki þessi munu með ýmsu
móti og eru oft sett í samband við litlar
dráttarvélar. Eitt slíkt tæki skoðaði ég á
Vinstra í Guðbrandsdal. Mætti eflaust
nota það hér heima til úðunar á stórum
kartöflugörðum gegn myglu. Aftan á
dráttarvélina var komið fyrir tunnu fyrir
vökvann. Smádæla var tengd aflúttaki
vélarinnar. Lárétt pípa, sem lá þvert
fyrir framan vélina, var tengd við dæluna.
Voru úðarar á pípunni með ca. % m milli-
bili. Á endum pípunnar voru tvær pípur
lóðréttar. Á þeim voru og úðarar. Dreifðu
úðarar lóðréttu pípnanna til hliðar, en lá-
réttu pípurnar fram. Náði úðavöndurinn
því yfir allbreiða spildu.
Á stórbýlum, þar sem kornyrkja er
rekin í stórum stíl, hafa bændur valið
stórvirkar vélar til kornskurðarins, sem
bæði slá og þreskja samtímis. Þetta eru
stór og þung tæki, sem krefjast mikillar
dráttarorku, enda hafa þær siglt í kjölfar
hinna stóru dráttarvéla. Töldu bændur,
sem þessar vélar áttu, að þær hefðu lækk-
FREYR
fimmtíu ára
227