Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 23
að koma út, þótt verðið á honum sé 5 kr.
um árið.
Við liöfum þar af leiðandi ákveðið, að
halda blaðinu áfram framvegis með þessu
verði. Þeir af kaupendum blaðsins, sem eigi
geta sœtt sig við þessa verðhœkkun, geri
svo vel að láta okkur vita um það sem fyrst,
og endursendi blaðið.
Borgist blaðið — og því treystum. við —
munum við reyna að gera það sem bezt úr
garði og vonum að geta aukið það. Einnig
borgum við ritlaun þeim, sem í það rita, en
mismunandi há eftir því, hvernig greinarn-
ar eru, eða hvað mikla vinnu hefur þurft
að leggja í þœr o. s. frv.
Lœliki útgáfukostnaðurinn — prentun,
pappír o.fl. — svo að f járhagur verði sœmi-
legur, verður blaðið aukið; tölublöðum
fjölgað. — Það er von okkar, að þegar fram
líða stundir og eitthvað um hœgist frá því,
sem nú er, að þá verði auðið að láta „Frey“
koma út í hverjum hálfum mánuði.
Andvirði blaðsins — 5 kr. frá þessum ára-
mótum og 3 kr. árg. 1919 — má senda okk-
ur útgefendunum, hvorum sem er, eftir því
sem kaupendunum þykir hentugast.
Alla þá, sem unna blaðinu, og vilja að það
haldi áfram, biðjum við að styðja það með
því að útvega skilvísa kaupendur að því,
og þannig útbreiða það sem mest að unnt
er. Sömuleiðis vœntum við, að góðir menn
sendi því greinar við og við.
Yfir höfuð vœntum við þess, að „Freyr“
eigi því láni að fagna, eigi síður hér eftir en
hingað til, að hann verði keyptur og lesinn
af öllum þorra þeirra manna, er unna land-
búnaði og vilja styðja að framförum hans
°g þjóðarinnar í heild sinni. Því að „Freyr“
vill efla þroska, víðsýni og menntun
bœndastéttarinnar, og með því kenna
mönnum: „Að elska, byggja og treysta á
landið.“
Valtýr
Stefánsson
var eigandi
og ritstjóri
frá 1923—25.
Að svo rnœltu óskar „Freyr“ öllum les-
endum sínum árs og friðar.“ (Freyr XVI
1—3).
IJtgáfa Páls Zóphóníassonar og Sigurðar
Sigurðssonar helzt næstu þrjú árin, 1920—
1923. Þá varð sú breyting á, að Valtýr
' Stefánsson, búfræðikandídat og jarðræktar-
ráðunautur Búnaðarfélags íslands, kaupir
eignahluta Sigurðar Sigurðssonar og Páls
Zóphóníassonar, en Þórir Guðmundsson,
kennari á Hvanneyri, tekur við eignarhluta
Hvanneyringa. Astæðan til skiptanna frá
hendi Páls Zóphóníassonar og Hvanneyr-
inga var sú, að Páll var þá orðinn skóla-
stjóri á Hólurn.
Við ritstjóraskiptin snúa þeir báðir máli
sínu til kaupenda Freys, Sigurður og Val-
týr, og gjöra grein fyrir breytingunni, Sig-
urður kveður með söknuði eftir fjórtán ára
þátttöku í ritstjórn, en Valtýr skyggnist
fram á veginn og lýsir verkefnum framtíð-
arinnar. Fer hér á eftir ávarp hans:
„Nú þegar ég byrja þátttöku mína í rit-
stjórn Freys, þykir mér hlýða að beina
nokkrum orðum til kaupendanna — elcki
sízt vegna þess að við, sem nú tökum við
freyr
fimmtíu ára
13