Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 136
Beitilandið, sem kýrnar í Reykja-
vík gengu á fyrir 1920, var eins og
myndin sýnir, — og kýrnar cinnig.
ræktarfélög. Þar segir í 1. gr., að tilgaugur
félagsins sé, „að bæta kúakynið þannig, að
það með sem minnstu fóðri gefi sem mesta
og bezta mjólk, sé hraust og samkynja að
útliti og eiginleikum, með fast arfgengi“.
2. gr. segir og svo: „Tilgangi sínum leit-
ast félagið við að ná með því:
a) að nota aðeins þroskaða, trausta gripi af
góðu kyni til undaneldis. Sérstaka áherzlu
leggur félagið á að kynbótanautin séu af sem
allra beztu kyni, og ekki yngri en tveggja ára,
þeg'ar fyrst er farið að nota það til undan-
eldis. Kvígurnar skulu og vera fullra 2gja ára,
þegar þær bera í fyrsta sinn.
b) að vanda vel uppeldi kálfa, og fara sem bezt
með nautgripina, bæði að þvi er snertir
hirðingu, fóstrun og húsavist.
c) að nota hina réttu mjaltaaðferð, og mjólka
sem bezt.
d) að halda nákvæmar fóður- og mjólkurskýrslur,
þar sem mjólk og hey er vigtað einn dag í
viku hverri. Skýrslur þessar ná frá ári til
árs.
e) að leiðbeina félagsmönnum, er byggja fjós,
í að hafa þau björt, loftgóð og með hagan-
legu fyrirkomulagi, svo auðvelt sé að hirða
í þeim.
f) að halda sýningar helzt árlega.
g) að ráða í þjónustu sína, svo tljótt, sem kring-
umstæður leyfa vel hæfan mann til þess að
hafa á hendi hið stöðuga eftirlit og leiðbeina
og fræða félagsmenn í öllu því, er að naut-
griparæktinni lýtur, og vera stjórn íélagsins
til aðstoðar og ráðuneytis".
Skrauta 26, Laugum í Hruna-
mannahreppi, f. 8.10. 1940. F.
Búi. M. Hryggja 18. Hlaut I.
verðl. af 1. gráðu á nautgripa-
sýningu 1951. Útlitsdómur 80.5
stig.
126
fimmtíu árg
FREYR