Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 241
Það er heimilisprýði að
hafa skrautgarð með á-
vaxtatrjám — sólsælan og
vel hirtan. Það gerir heimil-
ið hlýlegta þegar að er
komið, og trjálundar og
liingirðingar veita skjól fyr-
ir vindum.
I Silkiborg var stanzað, þar áttum við
að skoða verksmiðju, sem framleiðir heims-
ins beztu mjólkuriðnaðarvélar. Þegar út úr
bílnum kom dreif að okkur hópur landa,
er vissi um för okkar. Þetta var víða svo
og einnig Danir, sem dvalið höfðu hér
heima. Þarna kom á tal við mig íslenzk
kona, gift dönskum manni; höfðu þau
kynnzt hér uppi og búið hér fyrst, en
flutzt út fyrir 8 árum. Fyrst varð hún
auðvitað að fá að spyrja frétta að heiman,
nú og svo var að spyrja hana:
„Hvernig líður ykkur?“
„Jú takk svona sæmilega, maður verður
auðvitað að spara og fara vel með allt til
þess að geta látið launin endast. Dreng-
urinn okkar er lærlingur hérna í verk-
smiðjunni, en launin eru lág til að byrja
með, svo eigum við líka stúlku, hún er
vngri.“
Síðar um daginn hitti ég í borginni mann
þessarar konu; hann hafði komið til ís-
lands, sem landbúnaðarverkamaður, unnið
á tveim búum hérna í nágrenni Reykja-
víkur og svo í bænum. Og nú var það
samvizkuspurningin:
„Hvort er nú betra að vera hér eða á
íslandi?“
Svarið var: „Það eru meiri möguleikar
og betra kaup á Islandi.“
„Því varstu þá að fara?“
„Mig langaði heim, en ég sé eftir því nú.“
Á Fjóni hitti ég danskan garðyrkju-
mann, er hafði starfað hér sem garðyrkju-
maður frá 1930, en flutti heim til Dan-
merkur eftir stríð, og var þá orðinn nokk-
uð vel efnaður. Þegar heim kom keypti
hann garðyrkjustöð og hefur rekið hana
síðan. Sagði hann mér, að það hefði verið
mjög erfitt fjárhagslega, framboð garð-
ávaxta væri mikið og því hörð samkeppni,
en nú sagðist hann vona að hann væri
kominn yfir það erfiðasta. Taldi hann að
þau ár, sem hann hefði starfað hér að garð-
yrkju, liefði verið miklum mun hagstæð-
ari fjárhagslega en verið hefði í Danmörku,
síðan hann kom heim.
íbúðarhús danskra bændabýla virðist
mér mjög rúmgóð; þar voru gjarnan 2—3
stofur vel búnar húsgögnum, en upphitun
gæti ég haldið að væri fremur ábótavant.
Viðmót fólksins og viðtökur voru alls
FREYR
fimmtíu ára
231