Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 293
ÞORSTEINN SIGURÐSSON:
Yfir Dofrafjöll
til Ivers Lo
Það er 9. júní. Við erum í Þrændalögum,
en erum að búast til brottferðar. Það er
undurfagur vormorgunn. Stafalogn, döggin
glitrar á hverju strái, skógarlundarnir
standa tignarlegir á víð og dreif og sólin
bellir geislaflóði sínu yfir þessa dásam-
legu byggð. Og svona hefur veðrið verið
síðan við komum til Noregs.
Eitt er víst, að við munum aldrei gleyma
þeirri sjón, er við okkur blasti, er við kom-
um vestur yfir landamærin og sáum yfir
Veradalinn, laugaðan í Ijóma hádegissólar-
innar. Og sá, sem ferðast um Þrændalög á
sólbjörtum sumardegi, gleymir þeim aldrei.
Hann sagði líka, hinn glaði og reifi fylkis-
maður þeirra Suður-Þrænda, Ivar Skjanes,
þegar ég var að dázt að Þrændalögum:
„Já, en góði minn, ég verð nú að segja
eins og er, að þau eru rauðan úr egginu“.
Ekki veit ég hvort aðrir norskir fylkis-
menn samþykkja þetta. — Og nú vorum
við búnir að vera tvo daga í þessu fagra
og búsældarlega héraði með gamalkunna
sögustaði á báðar hendur, svo að segja
hvert sem litið var. Okkur fannst eins og
við færum um þekktar slóðir. — En ég er
vist að villast, því mér er mörkuð leið til
Ivers Lo í Guðbrandsdal. En vonandi fyrir-
gefst mér, þó að ég víki örlítið frá fyrir-
skipaðri leið, og láti fáein aðdáunarorð falla
um þetta meistaraverk skaparans.
En nú erum við að leggja upp frá Skjet-
lein-búnaðarskóla. Þar höfum við verið í
tvær nætur. Ég verð að segja eins og er,
að ég þekkti ekki nafn þessa skóla, hvað
þá meira. En hér var gott að vera. Og flest
fannst okkur til fyrirmyndar og leizt vel á
allt, líka gamalt skólahús, stílfagurt og
virðulegt, sem skólastjórinn sagði að falli
kondð, og ætti að rýrna fyrir öðru nýju, ef
stjórnarvöldin vildu líta á þarfir skólans.
Við vorum sammála um, að einhverjir
íslenzkir bændasynir ættu að leggja leið
sína til þessa unga og gæfulega skólastjóra.
Nú er löng leið fyrir höndum. Fyrst yfir
breiða byggð Suður-Þrændalaga, um Op-
dalinn, eina af hæstu fjallabyggðum Nor-
egs, yfir Dofrafjöll til Guðbrandsdals, alla
leið til Nermo, sem er ferðamannahótel
og bóndabýli neðarlega í dalnum. Margt
bar fyrir augu til aðdáunar og umhugsun-
ar, sem ekki verður rakið hér. A það verð
ég þó að minnast hve hljóðnaði í bílnum,
þegar bílstjórinn nam staðar og benti okk-
ur á vígstöðu, sem Norðmenn höfðu tekið
sér til að hefta framrás Þjóðverja. Margir
hraustir drengir féllu þar fyrir land sitt og
þjóð. Ég hef á öðrum stað látið nokkur
FRE Ylt
fimmtíu ára