Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 179
Útsýn yfir Stórasjó og hluta af bænum Óstersund í Jamtalandi.
þó einkum til Þrændalaga. Vorum við
leiddir að rausnarlegu kaffiborði þar á
hótelinu. En svo hlýjar sem viðtökurnar
voru þar, voru þær þó aðeins skyndimynd
af viðtökunum í Þrændalögum, og raunar
alls staðar í Noregi. En þrátt fyrir alla þá
alúð, sem við mættum hvarvetna í ferð-
inni, báru þó viðtökur Þrænda af. Þær
munu flestum gleymast síðast. Þeir virt-
ust minnugir á hin fornu menningartengsl
okkar við þá, og fóru ekkert didt með, að
þeir teldu sig standa í nokkurri þakkar-
skuld við Islendinga fyrir verndun þeirra
minja, enda voru þeir óþreytandi að sýna
okkur það, sem traustast tengir sögur okk-
ar við þennan hluta Noregs. Nöfn eins og
Stiklastaðir, Verdalur, Mæri, Frostaþing,
Lífangur, Þrándheimur, Nið, Illaðir, Feg-
insbrekka, Sverrisborg, Gimsar, Meðalhús
o. s. frv. hljómuðu eins og vinarkveðjur í
eyrum íslendingsins, — vinarkveðjur, sem
hljómað hafa af vörum snillinga, sem sam-
eiginlegar erfðir hófu svo til vegs í ríki and-
legrar auðlegðar, að þrátt fyrir harmleiki
samtíðar þeirra, hafa sameiginlegar erfðir
haldið snilkl þeirra í fullu gildi, senn um
tug aldar. Og bjarminn yfir þessum heið-
um var slíkur, að leið okkar varð að för
um heimahaga íslendinga. —
I Þrændalögum dvöldum við í tvo daga
við svo glaða risnu, að betra þekkist naura-
ast. Höfðum við jafnan hina ágætustu leið-
sögn, þar sem hvorutveggja var minnzt að
jöfnu: Samnorrænna söguminja og anna
dagsins í dag. Báðar næturnar gistum við
á búnaðarskóla á Skjetlein, við svo ágætar
viðtökur, að á betra varð ekki kosið. Sýnir
það hug Þrænda til ferðalanganna, að okk-
FREYR
fimmtíu ára
169