Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 270
Ofar: Stöð fjallbrautarinnar f Áre.
Neðar: Kvöld í Jamtalandi.
Þetta var á laugardagskvöldi — og búið
að loka brautinni, sem liggur upp á fjallið.
En það var þarna — eins og yfirleitt alls
staðar sem við komum — að allir vildu allt
fyrir okkur gera. Var strax farið að leita
að þeim, sem stjórnuðu brautinni, og þeir
voru boðnir og búnir til að hjálpa íslend-
ingum. Allir voru okkur svo velviljaðir og
vildu liðsinna okkur. Og þarna komu þeir
tveir. Eg skildi nú ekki mikið í sænskunni,
en mér fannst nú einna bezt að skilja þá
þarna. Og þeir voru svo vingjarnlegir.
Jæja. Nú lá leiðin upp brattann. Og þar
var nú bratt. Brautin var í tvennu lagi.
Fyrsti áfanginn var braut — eða lest —
opnir vagnar, sem runnu á teinum. Þetta
var auðvitað allt hreyft með rafmagni og
það gekk léttilega með okkur 30 upp
brekkuna. En fyrsti áfanginn var nú ekki
injög brattur. Svo var skipt um vagna.
Okkur var sagt, að þessi partur af braut-
inni væri nokkurra ára, en síðasti áfanginn
og sá mikilfenglegasti var aðeins tveggja
ára. Og þar voru ný flutningstæki, sem
helzt gátu minnt okkur Islendinga á kláf-
ferjur. Þarna tók við strengbraut upp í
900 metra hæð. Á sveran stálvír voru festar
körfur, eða tunnur. Þær voru úr blikki eða
einhverju þvíumlíku, og var hver karfa
fest á stálvírinn með heljarmiklum járn-
boga. Með þessum útbúnaði vorum við nú
dregnir upp á fjallið.
Við hoppuðum í körfurnar — tveir og
tveir í hverja — um leið og þær runnu
framhjá pallinum, sem við stóðum á. Á
hverri körfu var hurð. Leiðsögumaðurinn
læsti henni, þegar tveir voru komnir í
tunnuna og svo var maður upp numinn.
Næsti áfangi var einskonar skiptistöð
uppi í miðri fjallshlíðinni. Þar var hoppað
út úr tunnunni og farið í næstu línubraut
— í aðra tunnu — sem flutti mann alveg
upp á fjallið. Ég veitti því eftirtekt, að ut-
an á hverri tunnu voru smákörfur, líklega
handa okkur að gubba í, en það bar víst
ekki á að neinn væri veikur í okkar hópi.
Við komumst upp á þennan hátt. Það
var gaman og einkennilegt að horfa niður.
Gróðurinn breyttist svo mikið á þessari
leið. Niður við þorpið óx barrskógurinn
með sömu svipbrigðum og fyrir augu okkar
höfðu borið á leiðinni. En fyrir ofan þorp-
ið breytti hann mjög um svip. Barrskóginn
þraut, og þá tók við birkiskógur, sem fyrst
var hár og voldugur, en breyttist eftir því,
sem hærra dró. Á efstu mörkum skóganna
er birkið lágt og kræklótt.
Það er talsvert einkennileg tilhugsun að
vera hér á sama breiddarstigi og ég bý á í
Biskupstungum. Hér erum við í 900 metra
hæð og gróðurinn er mjög svipaður og á
260
fimmtiu ára
FREYR