Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 298
Birgðaskemma hjá íveri Lo.
íslendingi virðist, að hér sé
stórhýsi og ótrúlegt — þó
satt sé — að þetta sé bara
birgðaskemma. En húsa-
kvnnin hans Ivers Lo eru
cngir kofar. Þau eru stór,
forn og framúrskarandi vel
hirt.
lágsveitum Upplandafylkis vestan Mjös-
vatns, á páskum 1920. Þá borðuðum við
rjómagraut í fyrsta sinn, og ýmislegt ann-
að norskt sveitagóðgæti, gengum á ís yfir
Mjösa að Hringakurskirkju, rifjuðum
upp þjóðsöguna um djáknann á Hringsakri
og nutum velvildar prestsins, eftir messu,
til að skoða hina mörgu, fornu og veg-
legu kirkjugripi.
Margt benti á mikla velmegun, og að
hér stæði allt á traustri, fornri sveitamenn-
ingu, og með öðrum blæ, en víðast hvar
heima, T. d. var vönduð silfurskeið við
hvers manns disk, af misjafnri gerð og
aldri, og líklegt að ekki hefðu allar skúff-
ur verið tæmdar af þeim. A einum vegg
stofunnar voru 18 hornspænir (nautshyrn-
ingar) í mjög haglega gerðu slíðri. Ekki
voru þeir betur smíðaðir en t. d. spæn-
irnir hans Guðjóns í Unnarholti. Og nú
nota ég tækifærið og minni menn á það
— sem þá spæni eiga — að halda þeim til
haga, nóg hefur farið forgörðum af því
litla, sem til var af gömlum og góðum
munum. Mættu þeir gjarnan verða stofu-
prýði á sveitabæjum sunnanlands í stað-
inn fyrir forgengilegt útlent rusl. Mætti
smekkvísi frú Lo á Vinstra verða þar til
fyrirmyndar.
Ekki hafði þarna, frekar en víða ann-
ars staðar í Noregi, verið kastað inn í
fornsölur góðum, gömlum og virðulegum
húsgögnum, en þó var hinu ekki að neita,
að blandað var þar saman öðrum nýrri og
sáum við það víðar.
Ég verð að segja eins og er, að mér láð-
ist að spyrja um það, hve lengi þessi ætt
væri búin að búa á Vinstra. Eitt er víst,
að engu var tjaldað til einnar nætur. Og
víða eru býli, þar sem sama ættin hefur
búið í mörg hundruð ár, jafnvel síðan á
miðöldum. Fólkið, sem þessi býli byggir,
er ónæmt fyrir þeirri landfarssótt, sem
geysað hefur hér á landi, að selja jörð og
bú hæstbjóðanda, segja skilið við allt, og
ganga fagnandi á móti ys og þys og óvissu
bæjarlífsins. Þó ekki hefði verið til ann-
ars, en að finna þenna mismun, þá var
betur farið — til Ivers Lo — en heima
setið.
288
firnmtíu ára
FREYR