Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 222
BENEDIKT GRÍMSSON:
BYGGÐASÖFN
Það þekkja flestir eftirvæntinguna, sem
grípur mann, þegar maður ferðast um
ókunnar slóðir. Þannig var það með okk-
ur bændurna, sem fórum til Norðurlanda
vorið 1953, enda höfðu flestir af okkur
ekki farið út fyrir landsteinana fyrr.
Það er ósjálfráð löngun til að sjá eitt-
hvað nýtt og kynnast því, og þá verður
manni ósjálfrátt að bera það saman við
það, sem maður hefur áður séð, bæði í
sínum heimahögum og annars staðar í
sínu hrjóstruga, kalda landi.
Eitt af því, sem við sáum og aðallega
verður getið hér, voru byggðasöfn, sem við
skoðuðum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
í Danmörku heimsóttum við meðal
annars Lyngby búnaðarskóla, sem er um
12—13 km. frá Kaupmannahöfn.
Þar skoðuðum við byggðasafn, sem er
rétt við skólann og nær yfir stórt svæði.
Þetta eru gamlar byggingar frá öllum tím-
um, sem fluttar hafa verið þangað víðs-
vegar að úr Danmörku, íbúðarhús, geymsl-
ur, peningshús o. m. fl.
I þessum húsum, sem aðallega eru úr
timbri, eru svo ýmsir gamlir munir, sem
tilheyra því tímabili, sem húsin voru
byggð á.
í Svíþjóð heimsóttum við Mora Skogs-
och Lantmannaskola í Mora við Siljan-
vatn. Skólinn er bæði bænda og skóg-
ræktarmannaskóli. Sameiningin er vegna
þess, að bændur lifa jöfnum höndum af
búskap, skógrækt og skógarhöggi.
Til skólans er búið að flytja stórt safn
af gömlum húsum, víðsvegar að. Allt eru
þetta timburhús, bjálkabyggð. Bjálkar
liggja lárétt í veggjum, en skáhallt niður
risið, og börkur undir til að verjast leka.
Byggingar þessar eru frá 15. og 16. öld,
og eitt lítið hús frá 12. öld.
Þar sáum við meðal annars:
1. Fjós. Básarnir voru mjög stuttir, kýr
voru líka á þeim tímum mikið minni en
nú, eða um 250 kg. en nú 450—500 kg.
Það var heldur ekki verið að hugsa um
eins mikið rými í fjósum fyrir kýr, eins
og nú gerist.
2. Bær. I baðstofunni voru rúmin mjög
stutt. Fólkið var þá miklu lægra, hafði
hátt undir höfðinu og svaf uppi sitjandi.
Nú þætti ekki boðlegt að bjóða fólki að
sofa í svo stuttum rúmum.
Bæjardyr voru mjög lágar, og þótti það
hentugt þegar árás var gerð á býlin, en
sagan greinir frá sífelldum óeirðum milli
býla, landshluta og þjóða. Þá var tilkomu-
lítil kvenpersóna venjulega látin fara á
212
fimmtíu ára
F R E Y R