Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 34
Torf- og grjótgarðar
voru þær girðingar, er
veittu almenna vörzlu,
unz gaddavír fluttist til
landsins um síðustu
aldamót.
þrepa um 140 cm“, (S. Thorarinsson: Tefra-
kronologiske studier paa Island. Kbhavn
1946, bls. 61—62).
Allir vörslugarðar til forna voru úr jarð-
efnum, grjóti, torfi, eða torfi og grjóti.
Slíkir garðar þurftu sívökult viðhald.
Ætla má, að girðingaukvæðum þessum
hafi verið haldið í gildi meðan búhagir voru
góðir eða sæmilegir. Drepsóttirnar miklu í
byrjun og lok 15. aldar, hafa hnekkt. mjög
almennri búsæld og þar með eflaust fram-
kvæmdum til girðinga og viðhaldi þeirra,
og ólíklegt að girðingamenning hafi náð
nokkurri verulegri viðreisn eftir það.
Saga girðinga og girðingamála allra mið-
alda íslandsbyggðar, er svo til ókunn. Þeg-
ar kernur fram um miðja 18. öld, er svo
talið, að flestir túngarðar hafi verið fallnir.
Aðeins mestu þrifnaðarmenn um búskap
höfðu þá girðingar um tún sín. I „Eftirmæl-
um 18. aldar segir Magnús Stephensen, að
í heilum sýslum og landfjórðungum séu
túnin ógirt.
Landsnefndin fyrri, 1770, þeir Andreas
Iiolt, vararæðismaður í Kristjaníu, Þor-
kell Jónsson, Fjeldsted, lögmaður í Fær-
eyjum og Thomas Windekildi, kaupmað-
ur (danskur), gaf stjórninni í áliti sínu upp-
lýsingar, meðal annars um girðingaleysið, og
lélegt ræktunarástand túnanna af þeim sök-
um. Það varð tilefnið til túngarða- og
þúfnasléttunar tilskipunarinnar 13. maí
17761). Með henni voru bændur skyldaðir
til að hlaða árlega 5 faðma af gripheldum
steingarði, eða 8 faðma af torfgarði fyrir sig
og hvern vei’kfæran húskarl sinn. Væri
meira að unnið, var heitið verðlaunum úr
ríkissjóði. Með tilliti til allra ástæðna,
myndi ekki fjarri lagi að áætla að með
þessum lögboðnu framkvæmdum hefði
mátt takast að fullgirða öll túnin á 25—30
árum. En reynslan varð önnur.
Nokkur árangur mun hafa orðið af þessu
lagaboði, einkum fyrst á eftir. Búendur
margir, þar með taldir embættismenn, sem í
sveitum bjuggu þá flestir, tóku til að girða
L Lovsaml. IV. 278—296.
24
fimmtíxi ár«
FREYR