Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 189
GÍSLI KRISTJÁNSSON:
SKJÓLGIRÐINGAR
Það er alkunna, að hitastig loftsins og
umhverfisins finnst manni mjög mismun-
andi eftir því, hvort lygnt er eða stormur.
Jafnvel þó að hitamælirinn sýni nokkurra
stiga hita finnst stundum nístingskalt, en
næsta dag getur virzt hlýtt þó hitinn sé
núll stig eða lægri. En það eru ekki aðeins
loftstraumar, sem ráða mestu um þetta,
heldur og rakastigið.
Menn og skepnur una vel og þrífast bezt
við það loftslag, sem vekur þægindakennd-
ir; svo er og um jurtirnar. 1 vindasömum
löndum getur þá verið ástæða að gera
nokkuð til þess að skapa jurtunum góð og
batnandi veðurfarsskilyrði, og þar sem
land er opið, svo að vindar geta óhindrað
geistst yfir víðáttumikil opin svæði, hefur
þetta verið gert með góðum árangri. Það
er segin saga, að þar sem skógar hafa eitt
sinn verið og skýlt gróðri, verður einatt
örtröð og uppblásið land, ef skógurinn
eyðist og skjólið þverr. Ofugt á sér stað þar
sem skjól er veitt með hávöxnum gróðri,
er minnkar mátt vindanna. Vindur, sem í
sífellu strýkur yfir landið, flytur burt
raka þann, er stígur frá yfirborði jarðar
og þannig örvast uppgufunin .Sé úrkomu-
magn takmarkað, getur landið ofþornað,
þá nær vindurinn ennþá betri tökum á
gróðurborði landsins, eyðir jafnvel veik-
byggðum gróðri og veldur síðan uppblæstri.
Þar, sem ræktunarmenning ríkir, leggja
menn nú kapp á að fyrirbyggja þetta. Al-
gengasta aðferðin til þess er að rækta
skjólbelti. Tré eða runnar eru ræktaðir
skipulagsbundið í beðum, er síðar mynda
belti, þannig skipað í landslagi, að þau
skapi skjól fyrir meginvindáttum, einkum
hinum svölu vindum, sem gera gróðri
mestan mizka.
Óvíða í Evrópu hefur starfsemi á þessu
sviði verið eins skipulögð, og sýnt eins
gagngeran árangur og í Danmörku. Á síð-
ari árum hafa að vísu verið gerðar stór-
felldari framkvæmdir á þessu sviði meðal
stórvelda, en reynsla Dana, sem að þessu
hafa unnið í nálægt 100 ár, hefur orðið
mörgum til eftirbreytni.
Flestir íslendingar hafa heyrt um land-
námsmanninn danska: DALGAS, sem um
og eftir miðja síðustu öld fór með mann-
afla um józku heiðarnar og gróðursetti tré
þar, sem þá voru endalausar lyngheiðar,
lélegar og lítils virði. Nú, nokkrum ára-
tugum síðar, eru þessar gráu lyngheiðar
orðnar að gjöfulum ökrum, þar sem fjöl-
breyttar nytjajurtir þrífast, í misjöfnum
jarðvegi að vísu, en við skilyrði síbatnandi
veðurfars. Þar sem áður struku vestan-
vindar yfir, og ollu kyrkingi og kröm í
FREYR
fimmtíu ára
179