Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 258
Það er algengast x Svíþjóð,
að samvinnufélög framleið-
enda og neytenda séu að-
skilin. Hér á J.M.F. (Jamt-
iands Mejeri Förening) sölu-
búðiinar sem myndin sýnir.
Skrifstofur eru á efri hæð-
inni en vörubúðir niðri.
Hér er þétt bvggð en ekki
kaupstaður.
fyrir hérað, sem telur ca. 2000 íbúa. Þeir
af ferðafélögunum, sem þekktu „Hlégarð"
í Mosfellssveit, voru að bera hann saman
við þetta félagsheimili. Fannst þeim Hlé-
garður mundi þola þann samanburð, en
samt ekki standa framar, en hann er tal-
inn eitthvert stærzta og vandaðasta fé-
lagsheimili hér á landi.
Um kvöldið bauð Ásling ritstjóri okkur
heim til sín, eða réttara sagt föður síns, en
hann býr ekki langt frá Ostersund. Áttum
við þar skemmtilega kvöldstund.
Á meðan beðið var eftir kaffinu, sagði
hann okkur margt um búnaðarhætti þar í
héraðinu. Jamtaland er víða strjálbýlt og
heldur erfitt yfirferðar, en alls staðar virt-
ist vera raflýst þar, sem við fórum um,
enda ekki færri en 12 raforkuver eða virkj-
anir við Inndalselfina, sem rennur um hér-
aðið. En misdýrt er rafmagnið þar eins og
hér á Islandi. Til skamms tíma höfðu
bændur á Jamtalandi orðið að greiða 35
aura fyrir kwst. en Stokkhólmsbúar aðeins
5—6 aura.
Á Jamtalandi setur skógurinn svip sinn,
ekki einasta á landið, heldur einnig á at-
vinnulífið. Alls staðar er timbur, hvar sem
litið er. Á ám og vötnum er víðast hvar
timbur á reki, sem verið er að fleyta niður
að timburverksmiðjunum, og í kring um
þær er allt þakið timbri. Ásling sagði, að
60% af íbúum Jamtalands lifðu eingöngu
af búskap og skógarhöggi; auk þess lifir
að sjálfsögðu fjöldi manna af ýmiss konar
timburiðnaði. Helminginn af skóglendinu
eiga bændur, einn fjórða á ríkið og einn
fjórða eiga verksmiðjur.
Það sem við sáum af fólki kom mér yfir-
leitt mjög vel fyrir sjónir. Það er myndar-
legt, frjálsmannlegt og djarflegt í fram-
göngu, og laust við allt prjál og tildur. En
margt fannst mér benda til þess að menn
yrðu að vinna þar, jafnvel engu minna en
hér á okkar landi, fyrir sínu daglega brauði.
Vetrarríki mun vera allmikið á Jamtalandi,
enda liggur það nokkuð norðarlega, eða
jafn norðarlega og sunnanvert fsland. Öst-
ersund er á sama breiddarstigi og Reykja-
vík.
248
fimmtíu ára
FREYR