Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 277
skógurinn gefur. Sums staðar var þó ekki
sérlega mikili gróður. Eg sá það til dæmis,
að nautgripir, sem gengu í skógarjöðrum,
höfðu minna en hjá okkur, miklu minna,
ekki eins fjölbreytt gras. Að hugsa sér nú.
I'að var héðan, sem margir landnámsmenn-
irnir komu, þegar þeir voru að byggja ís-
land. Og margir fóru hingað, til þess að
heimsækja vinafólk og frændur, löngu eftir
að ísland var numið. Það er eiginlega
merkilegt, að þeir skyldu ekki una sér hér
í þessu dásamlega byggðarlagi, og heldur
fara út til íslands. En kannske hefur verið
blómlegra á íslandi þá en nú. Og kannske
hefur munurinn á Islandi og þessu plássi
ekki verið svo mikill í þá daga.
En hérna er nú mildara veður en á sömu
breidd á íslandi. Það gerir Golfstraumur-
inn, sem er svo sterkur hérna við vestur-
strönd Noregs að vorinu. Það vorar svo
snemma. Síðastliðið vor sögðu þeir hér, að
öll útivinna hefði byrjað seinni partinn í
marz. Það munar náttúrlega talsverðu.
Það eru hríðarköstin og kuldarnir, sem
koma hjá okkur á vorin, sem gera mis-
muninn.
í Norður-Þrændalögum er víst miklu
minni úrkoma en hjá okkur. Það hlýtur að
vera. Við sáum það bara á gróðrinum. Að
sjá þessi stóru tré, standa svona á klöpp-
unum. Ef þetta væri heima á íslandi þá
mætti búast við að þctta rynni allt af stað
vegna vatnsflóða. Hér er enginn jarðvegur
á klöppunum. Það er alveg ótrúlegt að sjá
hvað trén geta bundið sig í grjótið.
Þarna í Norður-Þrændalögum hittum við
ekki margt fólk, sem við höfðum verulega
tal af, nema á búnaðarskólanum á Mæri.
Þar komum við seinnipart þennan sama
dag, og þar var okkur tekið af dæmalausri
rausn, cins og alls staðar. Þar var okkur
sýndur skólinn, gömul kirkja og svo út
yfir landið og mýrina. sem alltaf er verið
að gera tilraunir í. En líklega segir ein-
hver annar frá því.
Þó að ég segi sérstaklega frá förinni á
þessum vegarstúf yfir landamærin, og fvrsta
deginum í Noregi, þá er reyndar frá svo
mörgu öðru að segja. sem mér er minnis-
stætt frá þessari fyrstu og síðustu utan-
landsför minni, að þetta er ekkert merki-
legra en annað, sem ég læt ósagt, en ein-
hverjir verða til að segja frá því.
Minningin um þennan dag, eins og svo
marga aðra daga. frá þessari för. hefur rist
svo djúpt, að þótt smá atburðir falli í
gleymsku eða ruglist saman, er heildar-
myndin geymd, en ekki gleymd.
FREYR
fimmtíu ára
267