Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 89
Sigurjón Frið-
jónsson var
einn af stofn-
endum og fjár-
hirðir félags-
ins næstur Sig-
fúsi Jónssyni.
Arið 1844 keypti Jón Jónsson bóndi á
Grænavatni 2 hrúta frá Brú á Jökuldal
fyrir milligöngu Jóhanns Hallssonar.
Reyndist annar þeirra prýðilega til undan-
eldis. Litlu síðar fluttist Jóhann að Græna-
vatni með það fé, er hann hafði eignazt á
Jökuldal, svo Jökuldalsféð blandaðist ört
við þingeyskt fjárkyn á Grænavatni og
þar í grennd fyrir og uni 1850.
Jón Illugason í Baldursheimi var fæddur
þar 8. nóv. 1811. Faðir hans var lítill
sauðabóndi, en mikill veiðimaður á Mý-
vatni og Sandvatni. Þegar Jón þessi var
drengur, tók han sér mjög nærri heyleysi
föður síns á vorin, og að sjá á eftir ánum
jarmandi og svöngum, þegar þær voru
„reknar út“ og tvístrað á ýmsa staði.
Reyndust þá og jafnan vanhöld meiri á
fénu, er þoldi illa umskipti á hirðingu og
fóðrun, og þjáðist af óyndi. Hann byrjaði
því ungur að vinna á móti heyleysishætt-
unni, einkum með því að standa yfir fé
föður síns á beit, með svo mikilli kostgæfni,
að frábært var talið.
Jón Illugason leit hýru auga kynblend-
ingsfé nafna síns á Grænavatni, fyrir og
um 1850, og tókst að eígnazt allmarga úr-
valseinstaklinga þaðan á þeim árum, með
aðstoð og milligöngu Jóns skálds Hinriks-
sonar, sem þá var fjármaður á Græna-
vatni.
Um 1860 er orðið blómlegt sauðfjárbú í
Baldursheimi. Hófst þá mikil eftirspurn á
kynbótafé þaðan, víðsvegar að úr sýsl-
unni og utan sýslu, sem hélzt við og jókst
næstu 30—40 árin þar á eftir. Jóni Illuga-
syni hafði þá tekizt að framleiða mjög
glæsilegan fjárstofn, svo kynfastan, að
allir einstaklingar voru eins og steyptir í
sama móti, svo fullyrða má, að enginn
bóndi á öllu íslandi hafi komizt jafnlangt
í þeirri grein sem hann. (Eggert Jónsson á
Kleifum við Gilsfjörð framleiddi álíka
kynfast fé, kollótt, um 1880, sem dreifðist
mikið um alla Vestfirði og Dali. En Kleifa-
féð átti skozkan uppruna, að öðrum þræði
af Cheviot eða Leicester, sem voru fyrir
löngu fastmótuð kyn).
Fé Jóns í Baldursheimi, fullmótað, var
allt hyrnt, hornin skeifulöguð og fínlið-
uð, höfuð, fætur og rófa sterk gult á lit,
en ullin skjallhvít. Togið stutt, hrokkið,
þelið mikið og illhærulaust. Ullin óx jafnt
og fór mjög vel. Fætur gildir, fremur
stuttir og stóðu gleitt. Brjóstholið rúm-
mikið, bringan breið og vaxin vel fram.
Bógar lauslega tengdir við herðakambinn.
Bakið slakt (söðulbak) en breitt og malir
breiðar og beinar, kviðholið mikið og kvið-
urinn síður, ekki baggalagaður. Kroppur-
inn vinkilvaxinn að framan og aftan.
Vaxtarsamræmi gott og féð mjög fagurt.
Það var bráðþroskaðra en áður hafði
þekkst, safnaði mikilli ull og miklum mör
og vöðvum á ganglimi, en holdasöfnun á
bak og malir var jafnan lit.il. Mjólkur-
hæfni minni en hjá hinu ókynbætta fé.
FREYR
fimmtíu ára
79