Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 66
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
orðasafni, skýringum á dróttkvæð-
um (í Snorra Eddu) og loks nafna-
skrá. Mest af þessu verki var unnið
af Guðna Jónssyni, útgefanda. Inn-
gangurinn fjallar um aldur og heim-
ili Eddukvæðanna, um goðakvæði
og hetjukvæði, og loks, í mjög stuttu
máli, um hvert einstakt kvæði. Auk
þess eru hér með útgefin og skýrð
nokkur helztu kvæði úr Fornaldar-
sögum, sem telja má hetjukvæði eigi
síður en þess háttar kvæði í Sæ-
mundar Eddu, en þessi kvæði ganga
oft undir nafninu Eddica minora
síðan A. Heusler gaf þau út í safni
með því nafni. Og loks hefur Guðni
tekið með Sólarljóð, hið fagra og
rammkaþólska kvæði. í Eddulykl-
unum er, ennfremur, skrá um
kenningar og heiti í Snorra Eddu.
Orðasafnið virðist muni gefa góðar
skýringar á flestu því, sem venju-
legum lesara kann að koma kynlega
fyrir sjónir í Eddunum báðum, ef
nokkra skýringu er hægt að gefa.
Árið 1949 gaf þetta sama félag út
þrjú bindi af Riddarasögum og sá
Bjarni Vilhjálmsson um útgáfuna.
Þessar sögur voru í bindunum: I:
Saga af Tristram og ísönd, Mötluls
saga, Bevers saga, II: Mírmanns
saga, Sigurðar saga þögla, Konráðs
saga, Samsons saga fagra, og III:
ívents saga, Partalópa saga, Mágus
saga jarls (hin meiri).
Þessu safni er, eins og hinum,
fylgt úr hlaði með góðum inngangi,
og er auk þess lítill leiðarvísir um
hverja sögu. Auk nafnaskrár fylgir
hverju bindi orðasafn sjaldgæfra
orða.
Árið 1950 gaf félagið út Fornaldar
so'gur Norðurlanda í fjórum bind-
um; Guðni Jónsson sá um útgáfuna.
í safni þessu eru 36 sögur, þær hin-
ar sömu sem Guðni hafði tekið upp
í útgáfu sína 1943—44, að undan-
skildum Viðbæti sem þar er í lok
III. bindis. í þessari útgáfu er aðeins
einn inngangur að öllu safninu í I.
bindi nálega eins að efni og í út-
gáfunni frá 1943. í þeirri útgáfu var
orðasafn og atriðaskrá auk mynda,
hér er ekkert af því, en nafnaskrá
mannaheita og staða o. fl. í síðasta
bindinu.
Árið 1950 kom líka út Karla-
magnús saga og kappa hans í þrem
bindum, gefin út af Bjarna Vil-
hjálmssyni. Mun þessi útgáfa mörg-
um kærkomin, þar sem nú eru 90
ár síðan fyrsta og eina útgáfa sög-
unnar kom út: gerð af C. R. Unger
í Kristíaníu 1860. Þessi útgáfa er,
eins og riddarasögurnar, iærð til
nútímastafsetningar, en annars er
Unger að sjálfsögðu fylgt 1 flestu.
Auk greinargóðs inngangs fylgir út-
gáfunni bæði orðasafn sjaldgæfra
orða og nafnaskrá manna og staða
og er það því þakkarverðara sem
allt slíkt vantaði í útgáfu Ungers.
Árið 1946 kom út ný og ágæt út-
gáfa af Siurlunga sögu í tveim
bindum, stórum og fallegum. Hún
var kostuð af Sturlungaútgáfunni í
Reykjavík. Forgöngumaður verksins
var Magnús Jónsson guðfræðipró-
fessor og fræðimaður, safnaði hann
myndum af sögustöðum (201 alls) í
bókina með aðstoð tveggja hinna
mætustu áhugaljósmyndara á land-
inu. Útgefendur voru þrír: Jón Jó-
hannesson, Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjárn. Kristján er forn-
fræðingur, og reit hann skýringar
við textana, en Magnús, málfræð-
ingur, reit vísnaskýringar og sá um
réttritun bókarinnar. Jón, sem er
sagnfræðingur, tók að sér erfiðasta