Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1951, Síða 66
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA orðasafni, skýringum á dróttkvæð- um (í Snorra Eddu) og loks nafna- skrá. Mest af þessu verki var unnið af Guðna Jónssyni, útgefanda. Inn- gangurinn fjallar um aldur og heim- ili Eddukvæðanna, um goðakvæði og hetjukvæði, og loks, í mjög stuttu máli, um hvert einstakt kvæði. Auk þess eru hér með útgefin og skýrð nokkur helztu kvæði úr Fornaldar- sögum, sem telja má hetjukvæði eigi síður en þess háttar kvæði í Sæ- mundar Eddu, en þessi kvæði ganga oft undir nafninu Eddica minora síðan A. Heusler gaf þau út í safni með því nafni. Og loks hefur Guðni tekið með Sólarljóð, hið fagra og rammkaþólska kvæði. í Eddulykl- unum er, ennfremur, skrá um kenningar og heiti í Snorra Eddu. Orðasafnið virðist muni gefa góðar skýringar á flestu því, sem venju- legum lesara kann að koma kynlega fyrir sjónir í Eddunum báðum, ef nokkra skýringu er hægt að gefa. Árið 1949 gaf þetta sama félag út þrjú bindi af Riddarasögum og sá Bjarni Vilhjálmsson um útgáfuna. Þessar sögur voru í bindunum: I: Saga af Tristram og ísönd, Mötluls saga, Bevers saga, II: Mírmanns saga, Sigurðar saga þögla, Konráðs saga, Samsons saga fagra, og III: ívents saga, Partalópa saga, Mágus saga jarls (hin meiri). Þessu safni er, eins og hinum, fylgt úr hlaði með góðum inngangi, og er auk þess lítill leiðarvísir um hverja sögu. Auk nafnaskrár fylgir hverju bindi orðasafn sjaldgæfra orða. Árið 1950 gaf félagið út Fornaldar so'gur Norðurlanda í fjórum bind- um; Guðni Jónsson sá um útgáfuna. í safni þessu eru 36 sögur, þær hin- ar sömu sem Guðni hafði tekið upp í útgáfu sína 1943—44, að undan- skildum Viðbæti sem þar er í lok III. bindis. í þessari útgáfu er aðeins einn inngangur að öllu safninu í I. bindi nálega eins að efni og í út- gáfunni frá 1943. í þeirri útgáfu var orðasafn og atriðaskrá auk mynda, hér er ekkert af því, en nafnaskrá mannaheita og staða o. fl. í síðasta bindinu. Árið 1950 kom líka út Karla- magnús saga og kappa hans í þrem bindum, gefin út af Bjarna Vil- hjálmssyni. Mun þessi útgáfa mörg- um kærkomin, þar sem nú eru 90 ár síðan fyrsta og eina útgáfa sög- unnar kom út: gerð af C. R. Unger í Kristíaníu 1860. Þessi útgáfa er, eins og riddarasögurnar, iærð til nútímastafsetningar, en annars er Unger að sjálfsögðu fylgt 1 flestu. Auk greinargóðs inngangs fylgir út- gáfunni bæði orðasafn sjaldgæfra orða og nafnaskrá manna og staða og er það því þakkarverðara sem allt slíkt vantaði í útgáfu Ungers. Árið 1946 kom út ný og ágæt út- gáfa af Siurlunga sögu í tveim bindum, stórum og fallegum. Hún var kostuð af Sturlungaútgáfunni í Reykjavík. Forgöngumaður verksins var Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor og fræðimaður, safnaði hann myndum af sögustöðum (201 alls) í bókina með aðstoð tveggja hinna mætustu áhugaljósmyndara á land- inu. Útgefendur voru þrír: Jón Jó- hannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn. Kristján er forn- fræðingur, og reit hann skýringar við textana, en Magnús, málfræð- ingur, reit vísnaskýringar og sá um réttritun bókarinnar. Jón, sem er sagnfræðingur, tók að sér erfiðasta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.